Birtingur - 01.06.1968, Page 33
aðstæður, og að sáttmálinn „gleymdi" að draga
fram helztu kosti gömlu borganna. Þrátt fyrir
galla sína og úrelt samgöngukerfi liafa fjöl-
margar borgir og borgarhlutar fyrri alda mikla
og merkilega kosti. í sömu hverfum sameinast
íbúðir, smáfyrirtæki, stjórnarstofnanir, skólar
og skemmtistaðir og mörg gömul hverfi eru
samfellt skemmtigöngusvæði og listasafn. Því
er, að þrátt fyrir léleg íbúðarskilyrði og þröng-
ar götur eru gömlu hverfin í flestum Vestur-
Evrópuborgum enn með eftirsóttustu íbúðar-
hverfum. Þau eru þrátt fyrir allt þægileg,
vegalengdir í þeim eru stuttar, þau eru marg-
breytileg og umfram allt þau hafa aðlagað sig
manneskjunni, íbúanum, smám saman um
aldaraðir.
Skrifstofuskipulög síðustu ára hafa ekki viljað
sjá jiessa kosti og haldið fast við allar megin-
reglurnar frá 1933.
Borgarþjóðfélög nú eru þó mjög ólík því sem
þau voru 1933 og í stórum dráttum skipulags-
lega eru breytingarnar þessar: Vandamál síð-
ustu áratuga voru fyrst og fremst óhollusta
íbúðanna og lausn vandans útrýming slíkra
íbúða og bygging nýrra. Þetta vandamál er
liorfið eða er að hverfa hvarvetna í hinum
hvíta heimi. í öðru lagi hefur framþróun iðn-
aðarþjóðfélaganna orðið slík, að þau eru að
komast af iðnaðarskeiðinu yfir á nýtt Jiróunar-
stig sem nefnt hefur verið Post-Industrial Era.
Búizt er við að hlutfallslega færri borgarbúar
vinni beint við iðnað og minna en 2% íbúa-
fjölda þessara landa við landbéinað í náinni
framtíð. Mikill meirihluti íbúanna vinnur Jrá
við þriðju aðalgrein efnahagslífsins, eða „þjón-
ustu“ af öllu tagi og við þjónustuhluta iðnað-
arins. Breytingin yfir í þetta nýja þróunar-
skeið gerist nú fyrir augum okkar.
Sú borgarþróun sem siglt hefur hraðbyri fram
á við undanfarin ár hefur undirstrikað þessa
þjóðfélagsbreytingu og bent á aðalgalla
Aþenusáttmálans eða svæðaskiptinguna. Mið-
bæir verða meira og meira aðalvinnusvæði
borganna og skapa nær óleysanleg vandamál
jafnvel þar senr þeir eru rúmbeztir. Með vax-
andi bílaeign verða Jreir Jrvaga bílastæða og
hraðbrauta senr skýjakljúfar standa upp úr á
stangli. Þetta ómannúðlega umhverfi er auð-
vitað alls ekki það sem Aþenuarkitektarnir
hugsuðu sér, enda var bílastæðavandamálið,
sem nú er eitt lielzta vairdamál borga, þá að
mestu óþekkt. íbúðahverfin hins vegar sem
byggð hafa verið eftir svæðaskiptingarregl-
unni hafa orðið dauð, leiðinleg og óþægileg,
þegar búið var að skilja Jrau vandlega frá ýmiss
konar starfsemi, sem þeim er „óviðkomandi".
Nákvæmur aðskilnaður „miðbæjar“ og íbúða-
hverfa hefur þannig skapað fleiri vandamál
en hann leysti, og er hvort tveggja aðalveik-
leiki og mótsögn Aþenusáttmálans. Miðbæj-
I5IRTINGUR
31