Birtingur - 01.06.1968, Side 38
þrífast ekki í „næstum því hreinum“ íbúðar-
hverfum. Ef „hreint" íbúðahverfi er byggt
þéttar að einhverju marki, en án vinnustaða,
rekumst við fljótt á bílastæða- og umferðar-
vandamál og óþægindi af nábýli án nokkurra
kosta. Hverfin verða þá aðeins örlítið meira
„lifandi" án þess að grundvallarmein „hreinu
hverfanna“ hverfi.
Lítum næst á samgöngukerfið. Bílabrautakerfi
aðalskipulags Reykjavíkur er án efa bezt unni
hluti þess og sá lang stærsti. Það er eflaust já-
kvæðasti og áhrifaríkasti þáttur þess. En til
þess að það verði starfhæft og ódýrt má ekki
ofhlaða það umferð. Til þess þarf öflugar
strætisvagnasamgöngur. Strætisvagnakerfi er
hins vegar ekkert í aðalskipulaginu. Þess er að-
eins getið á stöku stað að strætisvagnasamgöng-
ur þurfi að vera þægilegar. Þetta er alvarleg-
asta eyða skipulagsins. Strætisvagnar eru því
aðeins þægilegir að ferðir þeirra séu örar, þ.e.
á ca. 5 mínútna fresti á annatímum og ca. 10
mínútna fresti á öðrum tímum. Slík tíðni næst
aðeins með því að ákveða þetta samgöngu-
kerfi, leiðir þess og stöðvar í höfuðdráttum
áður en hverfin eru skipulögð, þ.e. í aðal-
skipulagi.
Notendur strætísvagna ganga ínnan hverfa en
nota vagnana á milli hverfa. Gangstígakerfi
er því nábundið strætisvagnakerfi. Þar eð hið
síðarnefnda vantar í Reykjavík tákna hinir
fagurlitu gangstígar skipulagskortsins lítið
annað en strik á blaði, og verða vart notaðir af
öðrum en sérvitringum á promenaði.
Að síðustu hafa hinir erlendu sérfræðingar
ákveðið hvernig framtíðarbyggð Reykjavíkur
skuli líta út. Hér skulu byggð 1, 2, og 3 hæða
hús nær eingöngu, meira að segja í nýja mið-
bænum, samkvæmt hinni gullvægu reglu
skógivaxinna landa, að ljótu litlu húsin hverfi
í trjálundi. Þessi ákvörðun er smekksatriði.
Hitt álíta flestir, að aðalskipulagi beri að
vera grundvöllur smærri skipulagningar en
ekki duttlungafull reglugerð um smekkvísi.
Eftir þessa lauslegu þanka um skipulagsþróun
síðustu ára og aðalskipulagið mætti draga
nokkrar fljóthuga ályktanir. Það er þó ekki
ætlun mín hér og heldur ekki að svara með
einu orði spurningunni í upphafi þessa máls.
Skipulagið allt ber þó þess merki, að hlýtt
hafi verið í blindni 40 ára gömlum reglum um
endur- og nýskipulagningu kolaspúandi iðn-
aðarborga. Ákvörðun um gerð aðalskipulags er
út af fyrir sig stórlofsverð, ýmsir þættir þess
eru einnig samvizkusamlega unnir, en grund-
vallarstoðir þess eru veikar og gamlar, og
ósennilegt er að takast megi að byggja á þeim
þróttmíkla og hrífandi l>org. Þegar slíkt verður
fullyrt um skipulag snertir það lífsvenjur þús-
unda manna, efnahagslíf og menningu borg-
arinnar, menningu íslands.
36
HIRTINGUK