Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 47

Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 47
THOR VILHJÁLMSSON: ALDARMINNING GORKI 1968 Gorki var spurður, hvers vegna fórstu að skrifa. Ég svara, segir hann, vegna hinnar miklu fá- tæktar í lífi mínu sem þrýstir svo mikið á mig og vegna þess að ég varð fyrir svo margbreyti- legum áhrifum að það var ekki hægt fyrir mig að skrifa ekki. Þannig svarar þessi mikla og ríka manneskja sem við hyllum þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hans og finnum í því hvað hundrað ár eru fljót að líða, segjum hundrað ár en finnum hvað þessi maður stendur okkur nærri og lok- um augunum og sjáum Babúsku koma dans- andi inn á gólfið hérna fyrir framan okkur, þessa óviðjafnanlegu manneskju sem við þekkj- um úr endurminningum Gorkis, ömmu hans yfirnáttúrlegan burðarás í mannlífinu sem dansar aldrei út úr hjartanu á okkur aftur. Þess skal að vísu getið að þegar Gorkí sagðist hafa byrjað að skrifa vegna þrúgandi fátæktar í lífi sinu hafði hann þau orð úr bréfi fimmtán ára stúlku sem segist vera fimmtán ára og þeg- ar á svo ungum aldri hafi hún fundið að hún hefði hæfileika til að skrifa og það sé vegna þrúgandi fátæktar í lífi sínu. Út úr fátæktinni sprettur þetta dæmalausa rikidæmi litríkra persóna sem við finnum í undursamlegri sjálfs- ævisögu Gorkís, þar er ekkert grátt þegar við lesum það; en þó þekkti Gorkí leiðann og ótta við lífið, og sá einsog hann lýsir í bókum sínum fáránlega grimmd og mannhatur, og mátti berjast við svo skelfilega hluti að það vakti honum ótta við lífið sem hann kallaði síðar ótta hins blinda. En hvílík sjón á mann- eskjunnar heimsku grimmd góðleika mann- hatur og mannúð. í þröngri götu í Rómaborg er lítill matstaður sem bar ekkert nafn og þar sat eigandinn löng- um og drakk vín með vinum sínum og vildi ekki túrista og þeirra gull og vildi ekki sjá meiri viðskipti en rétt svo að hann gæti haldið staðnum svo að hann gæti setið þar og drukkið vín með vinum sínum skósmiðnum og beykin- um og múrurunum og sjómanninum sem hafði farið um allan heiminn með andlit einsog hraun og hása rödd af því að öskra og syngja upp í vindinn og storma á höfum hnattarins, og sumir voru kannski smyglarar, og ég kom þangað með málara frá Sikiley sem var vinur Soru Luciu en hún var stórveldi. Það var lágt undir loft og fimm sex borð og opið fram í eldhúsið þar sem Sora Lucia ríkti yfir pottum sínum og gerði gufurnar magísk- ar, og var orðin of feit til þess að fara út svo hún var alltaf yfir þessum pottum að finna upp nýja undursamlega matarrátti úr daglegu efni; og stundum kom hún fram og settist og þáði glas af víni og bauð svo aftur upp á glas af víni og söng undarlega söngva með sinni dimmu rödd þar sem fólst ótímabundin vizka kynslóðanna með orðum og orðasamböndum UIRTINGU R 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.