Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 48

Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 48
sem hvergi hafa verið hneppt í samband við það sem MacLuhan kallar Gutenbergs-menn- inguna sem hann segir að nú sé liðin og við séum nú orðin að fjölmiðlunartækjamannkyni. En Sora Lucia söng okkur alveg aftur í forn- sögulegan tíma með ofvaxið höfuð og margai undursamlegar undirhökur og náði dýpstu bassatónum, og speki hennar var analfabetísk, sprottin af óleturlæsu næmi og eldvígðri lífs- þekkingu og ást. Eitt kvöld segjum við: Sora Lucia viltu ekki syngja fyrir okkur. Og það var svört nótt úti og þvert yfir götuna var strengur og á honum héngu þrír bláir sokkar og eitt hvítt lak. Hún hristi sitt stóra höfuð. Þá var allrasálnamessa á morgun. Og Sora Lucia fann að hinir dauðu stigu upp úr gröfum sínum og hristu úr kjúkum sínum þurra moldina sem var að eigna sér þá og gera að sínu, og þeir liðu upp úr gröfunum líkt og við séum að hlusta á nótt á Svörtufjöllum eftir Mússorgskí, og harmurinn átti hin kringlóttu augu Soru Luciu sem voru skert af hálfmána- lagi augabrúnanna og hún söng ekki í heilan mánuð árlega. Ég vissi að þetta var Sora Lucia í Trastevere sem nú er dauð en ég hugsaði: Babúska. Allt það fólk sem Gorkí segir okkur frá í sjálfs- ævisögu sinni, hann færir það svo nálægt okk- ur og kemur okkur alveg í bland við það og lætur okkur finna lyktina og sjá litbrigðin í reyknum og heyra tónblæinn, og verða svo þungt um hjartað þegar við stöndum yfir tataranum dansglaða sem er að deyja á eldhús- gólfinu með tvær breiðar ljósrákir frá glugg- anum sem önnur kemur á höfuðið og hin á fæturna og skjálg augun einblínandi í svart rjáfrið og blóðið sem rennur undan bakinu á honum, og við skynjum ljósrákirnar styttast meðan maðurinn blánar allur og blóðfroðan föla þverr á vitum hans, og ljósið er eftir í gluggakistunni einsog fingurgómar sem hefur verið slegið á, í staðinn koma þrjú kerti sem syngja tatarann til heljar með gulum ljós- deplum. En Babúska lagðist á gólfið og fór höndum um dauða manninn, og andaði í augun á hon- um og reis síðan þungt ægileg í augum og segir: Farið burt bölvaðir af guði. Ég man ekki hvort það voru mín fyrstu kynni af Gorkí þegar Sverrir Kristjánsson las sjálfs- ævisöguna í útvarpið en þegar ég fór þessu sinni að hugsa um Gorkí þá kom mér fyrst í hug Sverrir að lesa, og lesa hvað? spurði ég sjálfan mig og sá þá fyrir mér brennandi húsið og tryllta hesta í eldinum og Babúsku sem kemur og sefar óttasleginn hestinn sem er þrisvar sinnum stærri en hún og leiðir hann út úr eldinum, og fannst ég heyra rödd Sverris að fara með þennan texta en þá var hann ekki búinn að taka eins mikið í nefið og núna. 4 6 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.