Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 55
hvítur og mjög bjartur þannig að sólin segist
ekki sem hringlaga flötur af sjálfri sér, þessi
bjarta lýsandi formleysa, fremur eins og sker-
andi ljós sem stafar frá þessum stað, núlli sól-
arinnar, neðan af skafheiðu hvolfi himinsins
og skín niður á manninn.
Loftið er svo hreint að grámi hraunsins og
blái litur fjallanna hafa hvergi að geyma neina
milliliti, enga skugga sem mynda dýpt eða
tengsl milli hinna aðskildu hluta líkt og fjar-
lægðin gangi upp í sjálfri sér og maðurinn
stendur hreyfingarlaus eins og svört stytta
frammi fyrir fjarska landsins í návist ekki
neins.
Hann er í svörtum fötum sem falla þétt að
grönnum líkamanum eins og svart skinn
strengt að beini. Andlitið er hvítt, það sést á
hlið. Augað opið eins og lítil útafliggjandi
keila í hvítum hliðarsvipnum og lætur ekki í
ljós hvort hann sé að horfa á nokkurn skapað-
an hlut; framundan er grá breiða hraunsins
og þaðan uppaf eru fjöllin eins og blár skörð-
óttur múr.
Svo hreyfir maðurinn sig. í fyrstu hreyfir
hann aðeins handleggina. Þeir eru langir og
mjóir, í svipinn greinast þeir frá svartklædd-
um líkamanum og mynda hvasst horn upp við
brjóstið. Hann teygir handleggina fram en
beinir þeim niður á við. Hvítir lófarnir snúa
að jörðinni og á hlið sýnast þeir eins og stutt
hvít rák meðan hann er að beygja sig niður.
Hvítir lófarnir hverfa í gráma landsins, hand-
leggirnir eru svartir stúfar þegar gráminn
skyggir á hendurnar. Handleggirnir eru næst-
um beinir í fyrstu unz hann beygir þá um oln-
boga sem verður hornpunktur í 90° horni
sem heldur áfram að hvessast og hverfur að
lokum þegar hann liggur láréttur á jörðinni.
Fremsti hluti andlitsins er horfinn í grámann,
hið gráa skyggir á hluta andlitsins svo að það
er ekki lengur andlit, það minnir á hvíta
klessu við endann á langri svartri línu sem
er maðurinn og hann liggur kyrr á grárri
auðn hraunsins.
Hann hreyfir sig ekki vitund.
Síðan ris hann á fætur og stendur hreyfingar-
laus að nýju undir sólinni.
ÍHRTINGUR
53