Birtingur - 01.06.1968, Side 58

Birtingur - 01.06.1968, Side 58
JÓN ÓSKAR: BARN, GAMLI MAÐUR í silkihári barnsins eru dagarnir komnir og farnir. Er þetta ekki gatan þar sem við gengum? Ég man ekki vel þetta gráleita múrveggsandlit. Tíndu upp liti þína, barn, gamli maður, litina sem þú hefur forsmáð og fleygt út í bláinn. HAHAHAAAAAAAHAHÁÁÁ! út' úr húsasundi. Neieieieiei---úhúh!----jájá------neneee--- Ég man ekki hvort það var hérna í portinu: Gunna tík og Beggi tuddi, jú, þetta er húsið. Jú. þetta er garðurinn þetta er garðurinn þetta er garðurinn. Upp við vegginn Gunna tík með lærin ber og sólskin í augum: Þú ert mitt sólskin þú ert mitt sólskin þú ert mitt sólskin. Svo flýgur geisli Begga tudda um garðinn flýgur smýgur í gegnum Gunnu tík sem flýgur baðandi höndum gegnum garðinn svo börnin hljóðna og gráir múrveggir hverfa en titrandi strengur titrar í loftinu þenst og þaninn titrar unz tónninn stígur hærra hærra hærra hærra en eyrað nemur, jú, þetta er garðurinn. Tíndu upp liti þína, barn, gamli maður.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.