Birtingur - 01.06.1968, Page 66

Birtingur - 01.06.1968, Page 66
List hugmyndanna er tilfinningasöm leiðinda- skjóða, sama hvort hún er hnyttin eða alvar- leg. Ég hef ýmislegt að segja um U.S.A. og marga aðra hluti, en í list minni varðar mig um skynjun veruleikans. Leiðin, sem gerir list mína árangursríka, er, að gera eitthvað til dæmis um hvernig hægt er að nota skynfærin. Það, sem mig langar mest til að gera er að byggja upp hluti mystiskt, eins og náttúran sjálf. Mér finnst þýðingarmikið að listaverk mín séu vfð í sjálfu sér, mismunandi, mörgu mismun- andi fólki. Verk mín eru flögrandi frá einum punkti til annars. Það, sem mér er mest í mun eru lifandi möguleikar. Ég nota eftirlíkingu, ekki vegna þess að ég haldi að ég sé ímyndun- arlaus, eða vegna þess, að ég vilji segja eitthvað um hversdagslífið. Ég eftirlíki í fyrsta lagi hluti, í öðru lagi skapaða hluti, hluti, sem ekki eru gerðir í því augnamiði, að þeir séu list, og einfaldlega innihalda eðlilega sam- tfma töfra. Ég reyni að koma þeim svolítið lengra f einfadleik sfnum, sem er ekkx gervi, ég fel þeim meiri áform, skýri og afmarka þau. Ég vildi fá fólk til að uppgötva kraft hlutanna. Þegar ég breyti, sem ég geri oft, er það ekki fyrir listina, ég breyti ekki til að tjá sjálfan mig, ég breyti til að breiða hlutina út. Sú staðreynd að nota vinsæla ameríska hluti er aðeins slys, tilviljun umhverfis míns, landslag mitt, hversdagshlutir, sem sitja í meðvitund minni.“ Oldenburg er, eins og fram kom áður, einn as fyrstu mönnum til að setja upp það, sem kallað hefur verið „Happenings" (atferli). Allan Kaprow setti fyrstur upp slíkt verk í New York árið 1960. Hann ásamt nokkrum öðrum, nú þekktum listamönnum t. d. Raus- chenberg, voru í félagi við kompónistann John Cage, sem mun hafa haft talsverð áhrif á þá, og fleiri, í þessa átt. Oldenburg telur atferli sín ekki atferli í venju- legum skilningi, heldur leikhúsverk. Hann hafði eftir sýningu sína „Verzlunin“ 1961 stofnað eigin verzlun með vinnustofu á bak við, þessa verzlun gerði Oldenburg að leik- húsi, sem og stóran húsagarð er lá að baki, „Rey Gun Theater“. Oldenburg segir, að upphaf realistans sé vís- indamaðurinn. „Náttúran meinar ekkert í sjálfu sér, mennirnir útvega meiningu hlut- anna, leikhús mitt, sem kalla mætti leikhús raunverulekans eða leikhús hlutanna, er sam- komustaður, þar sem raunveruleikinn og hug- vitundin, sem er háð tilfinningum, er sýnd við hlið tilfinningaleysis. Leikhúsið leitast við að sýna atburðina á sama hátt og verzlunin kynnir hlutina. Ekkert er samband eða sýning, nema í gegn- um tengsl sín við hlutina, jafnvel þó hlutur- 6 4 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.