Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 69

Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 69
þeir könnuðust ekki við bókina, en enginn kannaðist við hana, ekki einu sinni sagnfræð- ingur sem hafði skrifað langa ritgerð um Brandes. Ég fór að halda að mig hefði dreymt þessa bók og hún hefði í rauninni aldrei verið skrifuð. Ég fór að efast um að nokkur slík bók hefði verið í Alþýðubókasafninu. Ég vildi samt ekki gefast upp við svo búið og tók að skoða nöfnin á bókum Brandesar í Alfræði- bókum. Það ætlaði ekki að ganga greiðlega að hafa eitthvað upp úr því. Það var ekki fyrr en ég hafði leitað í tveim eða þrem alfræðibókum að ég fann þessa bók talda upp meðal verka Brandesar. Kannski var ekki við því að búast, að henni væri gert hátt undir höfði, hún er líklega það bezta sem Brandes hefur skrifað. — Allt varð lifandi fyrir mér aftur, þegar ég hafði loks upp á bókinni eftir langa mæðu. Merkisfólkið, sem Brandes lýsir þarna, var komið til mín aftur eins og gamlir, elskulegir kunningjar: franska leikkonan Sarah Bern- hardt, franski rithöfundurinn Romain Rol- land og landi hans Anatole France, rú- menski rithöfundurinn Panait Istrati, franski stjórnmálamaðurinn Jean Jaures og fleiri. Nú vissi ég að bókin var ekki draumur minn um Alþýðubókasafnið, heldur hafði hún í sann- leika verið þar á sama vegg og Eimreiðin, milli dyranna og vesturgluggans. Ég las mikið í Eimreiðinni, einkanlega síð- ustu árgöngunum, og kynntist þar nýjum skáldskap, til dæmis bráðlifandi sögum eftir Halldór nokkurn Kiljan Laxness; — Og lótus- blómið angar, Napóleon Bónaparte. Annars voru það ekki einvörðungu fagurbókmenntir, sem ég lét mér detta í hug að lesa meðan ég átti að vera að læra undir gagnfræðapróf. Ég fann til dæmis á lestrarsalnum bók á dönsku um einhvern leiðangur sem farinn var þvert yfir Grænlandsjökul. Ég hef ekki hugmynd um hvaða bók þetta hefur getað verið. Auð- vitað misminnir mig að það hafi verið íslend- ingur með í förinni og að það hafi lokkað mig til að fara að pæla í gegnum bókina. Ég las hana nú aldrei alla. Reyndar var ég áður bú- inn að fá hugmynd um landkönnunarferðir og hafði látið heillast af skrifum um þær. Ég hafði lesið um eyðimerkurferðalag eftir Sven Hedin í Dvöl (ég veit ekki lengur hver hann var, þessi Sven Hedin) og ég hafði heyrt talað um landkönnuði í útvarpið. Ég lilustaði mikið á útvarpið meðan ég var í gagnfræðaskólan- um í fallega kaupstaðnum þar sem skáldið bjó, og ég hafði ákaflega gaman af að hlusta á menn flytja erindi, ekki sízt Vilhjálm Þ. Gísla- son og Sigurð Einarsson. Vilhjálmur talaði um „bækur og menn“, en Sigurður flutti „erindi frá útlöndum". Ég hlustaði af svo mikilli at- hygli á erindi Sigurðar, að stundum skrifaði ég helztu atriði þeirra á eftir. Þannig rakst ég HIRTINGUR 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.