Birtingur - 01.06.1968, Side 75

Birtingur - 01.06.1968, Side 75
ÞRJÚ TÉKKNESK LJÓÐ FRÁ 1968 Einar Jiri Kolar: Bragi sneri Ráð handa þjónum úr norsku Hafið þið afsakað glæpi og fagnað svikum? Gleymið því Þögðuð þið, þegar jafnvel grasið hljóðaði? Gleymið því Skrifuðuð þið, þegar jafnvel blekið roðnaði? Gleymið því Trúðuð þið, þegar nóttin trúði ekki sínum eigin augum? Gleymið því Voruð þið alltaf í nánd við kjöttrogin? Gleymið því Urðu flísar ykkur að Ijana, þegar skógurinn var kvistaður? Gleymið því Voruð þið á kvennasnöpum, þegar jafnvel hórur herptu saman skaut sitt? Gleymið því Voruð þið til rciðu, þegar jafnvel skækjurnar fóru í felur? Gleymið því Klifuð þið metorðastigann? Otuðuð þið ykkur? Smjöðruðuð þið? Gleymið því Þáguð þið heiðurstákn, þegar jafnvel steinarnir gubbuðu? Gleymið því Dæmduð þið, þegar jafnvel snaran skammaðist sín fyrir gálgann? Gleymið því Gjömmuðuð þið, þegar jafnvel armasti rakkinn hélt sér saman? Gleymið því Kjöftuðuð þið frá, þegar jafnvel klögubósunum fannst það fyrirlitlegt? Gleymið því

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.