Birtingur - 01.06.1968, Page 75

Birtingur - 01.06.1968, Page 75
ÞRJÚ TÉKKNESK LJÓÐ FRÁ 1968 Einar Jiri Kolar: Bragi sneri Ráð handa þjónum úr norsku Hafið þið afsakað glæpi og fagnað svikum? Gleymið því Þögðuð þið, þegar jafnvel grasið hljóðaði? Gleymið því Skrifuðuð þið, þegar jafnvel blekið roðnaði? Gleymið því Trúðuð þið, þegar nóttin trúði ekki sínum eigin augum? Gleymið því Voruð þið alltaf í nánd við kjöttrogin? Gleymið því Urðu flísar ykkur að Ijana, þegar skógurinn var kvistaður? Gleymið því Voruð þið á kvennasnöpum, þegar jafnvel hórur herptu saman skaut sitt? Gleymið því Voruð þið til rciðu, þegar jafnvel skækjurnar fóru í felur? Gleymið því Klifuð þið metorðastigann? Otuðuð þið ykkur? Smjöðruðuð þið? Gleymið því Þáguð þið heiðurstákn, þegar jafnvel steinarnir gubbuðu? Gleymið því Dæmduð þið, þegar jafnvel snaran skammaðist sín fyrir gálgann? Gleymið því Gjömmuðuð þið, þegar jafnvel armasti rakkinn hélt sér saman? Gleymið því Kjöftuðuð þið frá, þegar jafnvel klögubósunum fannst það fyrirlitlegt? Gleymið því

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.