Húsfreyjan - 01.03.1955, Síða 3

Húsfreyjan - 01.03.1955, Síða 3
Husfreyjjan. Reykjavík, marz 1955 Útgefandi: Kvenfélagasamband íslands 6. árgangur, 1. tölublað 05Ö Hjördís Kristjánsdóttir: JURTALITUN (Síðastliðinn vetur var nemendum Handavinnukennaradeildar Kennara- skólans gert að lesa sér til um ákveðin efni og semja síðan um þau stutt erindi, er þær flyttu í sambandi við kennslu í vefjarefnafræðum. Er grein sú um jurta- litun, sem hér birtist, erindi eins nem- andans, Hjördísar Kristjánsdóttur). Langt er nú orðið síðan menn fyrst byrjuðu að lita úr jurtum, og allt fram á 19. öld höfðu menn ekki ráð á öðrum litarefnum en þeim náttúrlegu. Litunaraðferðin var frumstæð, en margs þurfti þó að gæta og árangurinn varð oft undraverður. Enn í dag eru þessir mildu, eðlilegu litir mjög eftirsóttir af íslenzkum konum til alls kyns hannyrða, og nokkrar þeirra verja flestum frístund- um sínum í þágu þessa þjóðlega iðnaðar. Þekktust þessara kvenna er Matthildur Halldórsdóttir í Garði í Aðaldal, en hún hefur nú um meir en 30 ára skeið helgað sig jurtalitun eftir föngum og fundið þar listhneigð* sinni útrás. 1 formála bæklingsins Um jurtalitun segir hún sjálf: „Sá, sem elskar liti, getur hvarvetna í náttúrunni fundið gleði og hugsvölun. Snemma vaknaði hjá mér löngun til þess að handsama hina fögru liti, ná valdi yfir þeim og flytja þá inn í hibýli manna. Ég þráði að verða málari, en þeirri þrá átti ég ekki kost á að full- nægja“. Svo farast þessari sveitakonu orð. En þótt draumar hennar um að verða málari næðu ekki að rætast, hefur henni vissulega tekizt að ná valdi yfir hinum fögru litum náttúrunnar og flytja þá inn í híbýli fólksins. Nú er eftirspurnin eftir jurtalitaða bandinu hennar meiri en hægt er að fullnægja og henni berast pantanir víða að af landinu. Fordæmi hennar hefur auk þess vakið f jölda annarra kvenna til skilnings á þeirri ódæma litauðgi, sem íslenzk náttúra hefur upp á bjóða innan húss sem utan, sé rétt að farið. Algengustu íslenzku litunarjurtir eru birkibörkur, mosi og sortulyng. Sortu- lyngslitaðir sauðskinnsskór með hvítum eltiskinnsbryddingum hafa allt fram á þessa öld verið auðkenni Islendingsins, en þeir fara nú að heyra forngripum til. Á síðari árum hefur verið litað úr ýmsum fleiri jurtum, svo sem beitilyngi, puntfaxi, hvönn og hvítsmára, svo fátt eitt sé nefnt. Jurtunum er flestum safnað um sumar- LANÖSBÓK ASÁí- N 201032 ÍSLANOS

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.