Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 13

Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 13
kvenfélag er starfandi í hreppi eða sókn, og þetta eina kvenfélag hefur með hönd- um þau verkefni, sem annars staðar eru í höndum margra félaga: Húsmæðramál, líknarmál, uppeldismál, bindindismál, kvenréttindamál og ýmis mál menning- arlegs eðlis, sem snerta heimasveitina, landshlutann og landið allt. Á stöðum þar sem fámennið er mikið, eins og víða er í sveitum, hefur verið kappkostað að skipta ekki kröftunum, heldur sameina konurnar allar í einu fé- lagi í sama byggðarlagi um hin fjöl- breyttu viðfangsefni og áhugamál, sem konur hafa. En þar sem húsmæðramálin í fjölbreytni sinni ná inn á næstum því öll svið kvenfélagastarfseminnar eftir ein- hverjum leiðum, þá eru það einmitt þau mál, sem eru burðarásinn í allri starfsemi kvenfélaganna á Islandi, nákvæmlega eins og í systrafélögunum á Norðurlöndum. Því er það, að þótt hin íslenzku kven- félög séu upphaflega byggð upp á annan hátt heldur en húsmæðrafélögin yfirleitt eru, þá verður starfsgrundvöllur þeirra mikið til hinn sami og annarra félaga, sem mynda hin fjölmennu samtök nor- rænna húsmæðra. Það hefur sem sé sýnt sig á Islandi, að flestir þættir kvenfélaga- starfsemi, hvort sem þeir heita réttinda- barátta, líknarmál, menningarmál eða eitthvað annað, koma fyrr eða síðar inn á húsmæðramálin og mál heimilanna, því að þar er grundvöllurinn fyrir velferð þjóðfélagsins. Þótt konur á íslandi gæti þess eftir megni að dreifa ekki kröftum sínum með því að hafa mörg kvenfélög á fámenn- um stöðum, þá er annað, sem gerir alla félagsstarfsemi erfiða, en það er náttúra landsins, fámennið á heimilunum og erf- iðleikarnir, sem á því eru fyrir húsmóð- urina að fara frá heimilinu, jafnvel hluta úr degi. Á Islandi eru jöklar, há fjöll, víðáttu- miklar heiðar, beljandi ár, svartir sandar, djúpir, langir firðir og breiðir flóar. Þar eru skammdegismyrkur og oft snjóar og frost um þann tíma ársins, sem fólk eink- um stundar félagsstarfsemi. Á síðari ár- um hefur þjóðin fengið rafmagnsljós, síma, vegi, brýr, hraðskreiðar bifreiðar, skip og flugvélar, sem fara á hina af- skekktustu staði. En þrátt fyrir þetta er það þannig, að þegar konurnar vilja hitt- ast, þá er oftast eitthvað, sem aðskilur þær, þannig að fundir og samkomur verða ekki eins margar og þar sem auðvelt er að hittast. Stundum er það heiðin, fjörð- urinn, fjallið eða þá vegalengdin sjálf, sem tálmar, þá njóta þær þess að koma saman og ræða hver við aðra stund úr degi, samhliða því, sem þær rækja fé- lagsstörfin. Fyrri hluta sumars halda héraðssam- böndin einkum sína fundi, því að það er helzt þá, sem hægt er að koma þeim fundum á, sem sækja þarf til af stórum svæðum. Kvenfélagasamband íslands heldur einnig landsþing sitt í júnímánuði annað hvert ár, þ. e., þegar vegir eru orðnir færir og áður en aðalannatíminn byrjar í sveitunum. Það er ekki bara innbyrðis, sem fjar- lægðirnar gera íslenzkar konur afskekkt- ar. Á milli þeirra og systrafélaganna á Norðurlöndum er hið víða haf og þess vegna hafa þær ekki getað orðið jafn virkir þátttakendur í starfi norrænna kvenna og þær hafa óskað, og þær hafa sökum ýmissa örðugleika við hinar löngu ferðir ekki getað sótt nema að litlu leyti þá fundi og þing, sem Húsmæðrasamband Norðurlanda hefur boðað til síðan ísland varð þátttakandi í samtökunum árið 1950. En einmitt vegna einangrunar sinnar, þá fagna íslenzkar konur því að vera í Húsmæðrasambandi Norðurlanda. Þær finna það vel, að til þessara samtaka geta þær sótt mikinn fróðleik og mikinn styrk HÚSFREYJAN 13

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.