Húsfreyjan - 01.03.1955, Síða 16
Manneldisþáttur
Stungið í eggjakökuna.
Langalgengasta eggjategundin, sem
notuð er til manneldis hér á landi, er
hænuegg, og er venjulega átt við þau,
þegar talað er um egg. Egg eru dýr fæðu-
tegund, hvert kg. kostar nú kr. 28,00 í
smásölu, en þau eru eftirsóknarverð vegna
þess að þau hafa mikið næringargildi,
og með eggjum má auka fjölbreytni og
gæði hinnar daglegu fæðu á nærri ótelj-
andi vegu.
Egg innihalda eggjahvítuefni, fitu og
vatn, einnig ýmis steinefni, sem líkam-
anum eru nauðsynleg, svo sem kalk, fos-
fór og járn og auk þess A-, B- og D-víta-
mín. Rauðan er verðmætari en hvítan,
því að hún inniheldur meira af steinefn-
um og vítamínum.
Utan um eggið er skurnið, en þar fyrir
innan þunn himna, skjallið. Þá tekur við
eggjahvítan og loks rauðan, sem er um-
lukt rauðuhimnunni og fest með rauðu-
strengjunum í enda eggsins. Skurnið er
alsett örsmáum götum, og út um þau
gufar vatn út úr egginu, en loft kemur
í staðinn inn í eggið, þ. e. vindborðið
stækkar, þegar eggið geymist.
I nýorpnu eggi er hvítan þykk og lítið
eitt seig og gulgræn að lit og rauðan er
þá í miðju eggsins. Við geymslu þynnist
hvítan og rauðan vill renna út að skurn-
inu vegná þess að rauðustrengirnir slakna.
Að lokum rifnar rauðuhimnan og rauð-
an rennur saman við hvítuna. Skemmist
eggið þá von bráðar.
Egg má geyma um skemmri tíma á
svölum stað, vafin í pappír. Þarf þá að
snúa þeim öðru hverju til þess að rauð-
an haldist lengur í miðiu eggsim. Einnig
má geyma egg nokkra hríð í einhverri
þurri, lyktardaufri mylsnu, t. d. sagi, mó-
mylsnu, mjöli eða sandi.
En eigi að geyma egg lengi, er reynt
að gera skurnið loftþétt, svo að bakterí-
ur komist ekki inn í eggið. Stundum er
í þessu augnamiði borin á það húð af
lakki, vaxi eða paraffíni, en algengara er
að geyma eggin í glervökva (Vandglas)
eða kalkvatni. Ef geyma þarf egg í stór-
um stíl, er heppilegast að hafa þau í
kæliklefa, og á hitastigið að vera rétt
yfir frostmarki. Þannig geymast eggin
mánuðum saman.
Egg eru stundum þurrkuð og seld sem
Framh. á bls. 21.
16 HÚSFREYJAN