Húsfreyjan - 01.03.1955, Qupperneq 17

Húsfreyjan - 01.03.1955, Qupperneq 17
Sigrí'Sur Arnlaugsdóttir: r------------------> Heimilisþáttur v__________________J Hraði nútímans krefst aukinnar tækni og bættra vinnuaðferða við heimilisstörf- in jafnt og önnur störf. Áður fyrr var vefnaðarvara yfirleitt sterkari en nú ger- ist. Menn keyptu sér sjaldnar fatnað, en vel var til hans vandað í byrjun og nýtt- ur var hann til hins ýtrasta. Nú er orðið svo miklu auðveldara að afla sér nýrra hluta en áður var, að timafrekar við- gerðir borga sig ekki nærri alltaf. Þró- unin hefur líka orðið sú, að saumavélin er notuð meir og meir til viðgerða, ekki aðeins til að stykkja, en einnig til að stoppa bæði sokka, nærföt, dúka og ann- að. 1 flestum nýrri gerðum saumavéla er nú hægt að stoppa, og er því ekki úr vegi að ræða örlítið þá aðferð. Þegar saumað er á venjulegan hátt, er það drifkamburinn undir taufætinum sem drífur efnið áfram og ræður spora- lengdinni, hvort saumað er afturábak eða áfram o. s. frv. Til þess að hægt sé að stoppa, þarf að vera hægt að taka drif- kambinn úr sambandi, eða réttara sagt, ýta honum niður eða hylja hann með þar til gerðri plötu, svo hann hafi engin áhrif á sporið. Síðan er flikin, eða það, sem stoppað er, eingöngu hreyft með hönd- unum. Sérstakur taufótur, stoppfótur, er notaður og einnig sérstakur tvinni, fínni og mýkri en venjulegur tvinni. Venju- lega er stoppað með tvinna nr. 80 eða 100. Gott er líka að losa aðeins spenn- una á yfirþræðinum og snúa þá réttunni upp, þegar stoppað er. Vélstopp má gera á ýmsan hátt. Þeg- ar stoppað er í lítil göt, t. d. brunagöt eftir sígarettur, er það gert á líkan hátt og þegar stoppað er í höndum. Fyrri um- ferðin er saumuð með löngum, gisnum sporum og síðan þvert yfir með smáum, þéttum sporum (mynd 1 og 2). Sé gatið stórt, má leggja bót af gaslérefti undir og má þá hafa fyrri umferðina gisna, en seinni umferðina þétta (mynd 3). Við rifu er gert á þann hátt, að stoppað er yfir hana með þéttum krákustígum (mynd 4). Þegar verið er að styrkja slitna bletti, er betra að sauma ekki of þétt og ekki of reglulega. Ef slitið er mikið, er einnig gott að leggja bót af gaslérefti undir á Mynd 1, Mynd 2, Mynd 3. hOsfreyjan 17

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.