Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 18

Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 18
Mynd 4. rönguna til styrktar, annars verður stopp- ið of ’þétt, og er þá hætt við, að það slíti út frá sér. Síðan eru saumaðir kráku- stígar fram og aftur yfir það, sem slitið er, og er um að gera að binda vel sam- an það slitna og óslitna. Þetta krefst tals- verðrar æfingar í byrjun. Hreyfingarnar vilja verða rykkjóttar, og sérstaklega er erfitt að halda efninu nógu sléttu, þannig að ekki komi hrukkur og fellingar, þeg- ar saumað er. Það er því betra fyrir við- vaninga að nota útsaumsramma til að strengja efnið x. Þessi aðferð er auðvitað hentugust á voð, sem ekki teygist, dúka, handklæði, lök o. þ. h., en hana má einnig nota á prjónavoð. Að vísu þýðir ekki að stoppa nema lítil göt á prjónavoð, því það verð- ur allt of stíft. En þegar bætt er, er sjálf- sagt að „stoppa" bótina á, þ. e. a. s. brjóta ekkert innaf henni en sauma hana með krákustígum, eftirlíkingu af zig-zag- spori. Það verður teygjanlegt og sterkt, og er óhætt að klippa undan bótinni al- veg að saumunum. Ekkert á að þurfa að þræða, þegar æfingin er fengin, að- eins næla bótina á, og þetta gengur eins og í sögu, fljótt og vel. Þótt það kosti þó nokkra fyrirhöfn í byrjun að læra að stoppa í vél, er ég viss um, að tíman- um, sem til þess fer, er vel varið. Það er alveg ótrúlega margt, sem má gera við á þennan hátt og það betur og mörgum sinnum fljótar en með gamla laginu. =5SSS=a FALLEG ÚTPRJÓNSMUNSTUR Munstur þau, sem hér eru sýnd, eru ætluð til útprjóns fyrst og fremst, en einnig má sauma eftir þeim ef vill. Þau eru úr norskri bók, Rutemönster, eftir Else Poulsen, er út kom 1945. Hefur höfundur teiknað öll munstrin í bókinni. Bók þessi lætur lítið yfir sér, en í henni eru 65 munstur, látlaus og smekkleg, aðallega bekkir og flatarmunstur og auk þess teikningar af fimm gerðum af tvibanda belgvettlingum. Framan við munsturblöðin éru leiðbeiningar um prjón á vettlingum, sokkum og barnapeysu og gefin nokkur dæmi um notkun munstranna til útsaums. E. E. G. 18 HÚSrREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.