Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 21

Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 21
EGG Framh. af bls. 16. eggjaduft og er það ágætt í bakstur, en varast ber þó, að sums staðar er á boð- stólum gervivara, sem kölluð er eggja- duft, þótt þar séu engin eggin í. Sakir hollustu sinnar eru egg mjög ákjósanleg í fæði barna, einkum éggja- rauðan. Má gefa börnum eggjarauðu, þegar þau eru orðin 4 mánaða. Gott er að hræra hana hráa saman við skyr og mjólkursúpur. Ágætt er líka að gefa börn- um harðsoðna eggjarauðu; sem marin er með gaffli og þynnt út með ávaxtasafa eða mjólkurblandi. Egg eru notuð í ýmiss konar sjúkra- fæði. Egg eru matreidd á óteljandi vegu eins og áður er sagt. Þau eru borðuð soðin og steikt, þau eru höfð í eggjaköku og Buff og steikt egg. Eggjakakan tilbúin á borðið. sem álegg á brauð, til að jafna með súpur og í alls konar kökur. Ennfremur eru þau notuð til að bera ofan á ýmsar kökur og brauð, til að velta kjötsneiðum, fiski o. fl. upp úr, áður en steikt er, til að skira soð og svo mætti lengi telja. Hæfilegt er að sjóða hænuegg 3—4 mín., ef þau eiga að vera linsoðin, en eftir 10—12 mín. eru þau harðsoðin. Soðin egg á að færa sem snöggvast upp í kalt vatn, svo að skurnið losni. Egg á að steikja við fremur lítinn hita, svo að hvítan hlaupi, en brúnist ekki. Steikt egg er gott að bera fram með steiktu fleski og buffi, börðu eða hökkuðu. EGGJAMJÓLK IV2 1. mjólk * 30 g. hveiti 20 g. rúsínur 2 egg 50 g. sykur 1 tsk. vanilludropar Hrærið hveitið út með litlu af kaldri mjólk- inni. Látið suðuna koma upp á afgangnum af mjólkinni, jafnið með hveitijafningnum og látið rúsínurnar út í. Sjóðið 5 mín. Aðskiljið eggin, HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.