Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 26

Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 26
Svo fór ég upp á stólinn og horfði út um gluggann í enn fleiri klukkustundir. Ég óskaði að pabbi færi nú að vakna. Ég óskaði að einhver vildi færa mér tebolla. Mér leiddist og mér var svo hræðilega kalt. Mig langaði svo að komast í hlýj- una undir stóru fiðursænginni. Að lok- um þoldi ég þetta ekki lengur, en fór inn til þeirra. Það var ekkert pláss hjá mömmu, svo að ég klifraði yfir hana og hún hrökk upp. ,,Larry“, hvíslaði hún og greip þétt í handlegginn á mér. „Manstu hverju þú lofaðir?“ „En ég gerði það, mamma“, snökti ég, „ég er búinn að vera stilltur svo voðalega lengi“. „ó, Drottinn minn, hvað þér er kalt“, sagði hún döpur. „Þú mátt vera kyrr, ef þú lofar að þegja“. „En mig langar svo til að tala“, kjökraði ég. „Það er alveg sama“, sagði hún ákveðnaði en hún var vön — „pabbi verður að fá að sofa, skil- urðu það?“ Jú, ég skildi það allt of vel — hann vildi sofa og ég vildi tala, en mér er spurn, hver átti þetta hús? „Mamma", sagði ég jafnákveðinn og hún. „Ég held að það væri miklu hollara fyrir pabba að sofa í sínu eigin rúmi“. Þetta sýndist nú ganga fram af henni. Hún sagði ekki neitt dálitla stund. Svo sagði hún: „1 eitt skipti fyrir öll, nú steinþegir þú eða þú ferð í rúmið þitt aftur. Hvort viltu heldur?“ Þetta ranglæti gerði mér svo gramt í geði, að ég sparkaði duglega í pabba án þess að hún yrði þess vör. Hann vaknaði og urraði: „Hvað er klukkan?" „Það er snemmt ennþá“ sagði hún sef- andi. „Það er bara krakkinn. Sofna þú bara aftur. Jæja, Larry, nú ertu búinn að vekja pabba. Nú kemur þú aftur í þitt rúm“. Þó að hún segði þetta stillilega, skildi ég, að nú var henni full alvara, og að öll mín sérréttindi voru í hættu, ef ég hefðist ekki að. Ég rak upp öskur, sem hefði getað vakið upp dauða, hvað þá heldur pabba. Hann stundi: „Þessi bann- settur krakki, getur hann aldrei sofið?“ „Æ, þetta er bara vani“, anzaði hún róleg, en ég sá, að hún var reið. „Jæja, það er þá kominn tími til, að hann hætti hon- um“, hrópaði pabbi, vafði utan um sig rúmfötunnum og sneri sér til veggjar, en leit um öxl, svo að ekki sást annað af honum en tvö lítil, illgirnisleg, dökk augu. Maðurinn var verulega illilegur. Mamma varð að sleppa mér á meðan hún opnaði hurðina og ég flýði út í horn háöskrandi. Faðir minn settist upp í rúminu. „Þeg- iðu, hvolpurinn þinn“, æpti hann eins og hann væri að kafna. Ég varð svo hissa, að ég hætti að hljóða. Aldrei, aldrei hafði nokkur talað til mín í þessum tón. Ég leit á hann undrandi, andlit hans var umhverft af reiði. Á þeirri stundu skildi ég til fulls, hvernig Guð hafði gabbað mig, að hafa heyrt bænir mínar um að þetta skrýmsli kæmi heim heilt á húfi. „Þegiðu sjálfur", öskraði ég alveg frávita. „Hvað ertu að segja?“ Nú stökk hann fram úr rúminu. „Mick, Mick“, hrópaði mamma, „sérðu ekki, að barnið þarf að venjast þér?“ „Ég sé, að þú hefur alið hann betur en uppalið", urraði pabbi og sló allt í kringum sig. „Hann þarf að fá rækilega flengingu". Allt, sem á undan var gengið, var ekki neitt hjá þessum viðbjóðslegu orðum. Blóðið logaði í æðum mínum. „Flengdu þig sjálfan, þegiðu, þegiðu", öskraði ég vitstola. Nú missti hann alveg þolinmæð- ina og sló til mín. Þetta var ósköp lítið högg, því að mamma stóð óttaslegin og horfði á okkur, en óvirðingin, að ókunn- ugur maður, sem hafði með fagurgala smokrað sér upp í stóra rúmið okkar, skyldi slá mig, gerði mig alveg vitlausan. Ég dansaði berfættur á gólfinu, æpti og hljóðaði, en hann stóð þarna klaufaleg- ur, hærður um allan skrokkinn, í einni grárri hermannaskyrtu. Ég held, að það hafi verið þá aem ég

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.