Húsfreyjan - 01.01.1960, Page 3
ífusfreyjxui
Reykjavík 1960
Jan.-marz
Útgefandi: Kvenfélagasamband íslands
11. árgangur
1. tölublað
Ný áætlun
EINS og kunnugt er, hefst annar áratug-
ur af starfsferli þessa blaðs með útkomu
þessa tölublaðs. Þau tíu ár, er það hefur
verið gefið út, hefur lítil breyting orðið á
stærð þess og efni, að öðru leyti en því,
að smátt og smátt hefur verið að því
stefnt, að miða efni blaðsins sem mest við
þarfir og óskir húsfreyjanna, þ. e. flytja
fræðandi efni varðandi starfssvið þeirra,
flytja nýjungar á sviði heimilismálanna
eða þá það, er konum væri einkum hug-
leikið, vera félagslegur tengiliður milli
K. 1. og hinna mörgu kvenfélaga, sem að
því standa og milli félaganna innbyrðis
og dreifa svo inn á milli hollu skemmti-
efni. Virðist þessi tilhögun hafa fallið
kaupendum vel í geð og aukið útbreiðslu
blaðsins að miklum mun nú á síðari ár-
um.
Skemmtilegt og æskilegt hefði verið að
geta við þessi tímamót boðað allverulega
stækkun og mjög aukna fjölbreytni í
efnisvali. En dýrtíð undanfarinna ára hef-
ur snert ,,Húsfreyjuna“ sem aðra og
þrengt fjárhag hennar, þrátt fyrir kaup-
endafjölgun. Þó hefur sú orðið niðurstað-
an, að stækka blaðið nokkuð nú þegar,
en sjá þó fótum sínum forráð, án þess að
íþyngja kaupendum um of. Ákveðið hefur
verið, að lesmál blaðsins skuli vera á
þessu ári minnst tvær arkir hvert hefti
fyrir utan auglýsingar, en hins vegar er
til þess hugsað að reyna að auka auglýs-
ingamar svo sem unnt er, til þess að afla
meira fjár til útgáfunnar.
HÚSFREYJAN
Við þessa aukningu lesmáls verður
svo einnig leitazt við að auka fjölbreytni
efnisins. T. d. kemur nýr þáttur um garð-
rækt og þáttur, er fjallar um hýbýli, ef
unnt er. Fyrri fastir þættir halda sér og
efnisval að öðru leyti svipað og áður. —
Óskum og ábendingum frá kaupendum
verður reynt að fullnægja svo sem kostur
er og svara fyrirspurnum, sem sendar
kunna að verða, ef unnt er. Vitanlega
verður við aukningu þessa og viðleitni til
meiri fjölbreytni í efnisvali að gera ráð
fyrir auknum kostnaði. En með þeirri
kaupendatölu, sem nú er, og ekki minni
auglýsingatekjum en verið hafa á næst-
liðnu ári, telst útgáfustjórn blaðsins og
stjórn K. I. svo til að nægja muni að
hækka verð blaðsins um 10 krónur á ári
eða í 35 kr. fyrir fasta áskrifendur. Verð-
ur nú látið skeika að sköpuðu með það,
hvernig áætlun þessi stenzt í þeirri von,
að kaupendum fari að minnsta kosti ekki
fækkandi. Eru konur án efa farnar að
gera sér Ijóst, að það eru þær og þeirra
félagsskapur, sem fyrst og fremst á að
njóta þess, sem ritið kann að færa lesend-
um sínum gott til fróðleiks og skemmt-
unar, en einnig þær, sem að miklu leyti
leggja af mörkum það fé, sem þarf til að
standast kostnað af útgáfu góðs og gagn-
legs blaðs. I trausti þess, að konurnar
sjálfar muni með ráðum og dáð hlynna
að og efla útgáfu síns eigin blaðs, „Hús-
freyjunnar", leggur hún nú leið sína inn
á annan áratuginn.
3
LÁN OSBunASÁtN
232505
ÍSLANDS