Húsfreyjan - 01.01.1960, Qupperneq 5
lög frá félagsins hálfu til húsmæðrafræðsl-
unnar og reyna að koma henni í betra
og ákveðnara horf. Það féll í hlut Ragn-
•hildar sem formanns nefndarinnar að
flytja málið á búnaðarþingi árið 1927, og
kaus þingið hana þá, ásamt Guðrúnu J.
Briem og Sigurði Sigurðssyni, búnaðar-
málastjóra, í milliþinganefnd, er rann-
saka skyldi, hver þörf væri fyrir aUkna
húsmæðrafræðslu, og skyldi nefndin, að
þeirri rannsókn lokinni, leggja fram til-
lögur fyrir búnaðarþing 1929, um það, á
hvern hátt heppilegast væri að fram-
kvæma þessa fræðslu. Vann nefndin mik-
ið og þarft verk í þágu þessara mála og
lagði með tillögum sínum grundvöllinn
að þeirri húsmæðrafræðslu, sem hér er
framkvæmd enn í dag. Á þessu búnaðar-
þingi virðast hafa komið fram raddir um,
að heppilegt væri, að konur um land allt
tækju höndum saman til þess að halda
vörð um þessi mál og koma betri skipan
á um þau. Á næsta ári var því haldinn
fundur nokkurra kvenna úr kvenfélögum
og héraðssamböndum kvenna víðs vegar
að af landinu. Kom fundur þessi saman
í Reykjavík um mánaðamótin jan.-febr.
1930. Forgöngu um fundinn höfðu kon-
urnar, sem setið höfðu í milliþinganefnd-
inni, ekki sízt frú Ragnhildur, enda var
hún kjörin formaður Kvenfélagasambands
Islands, sem stofnað var á fundi þessum.
Var hún formaður K.I. samfleytt til árs-
ins 1947, er hún baðst eindregið undan
kosningu. Taldi hún sig eigi lengur svo
unga og hrausta, að hún gæti veitt sam-
bandinu það fulltingi, er formanni þess
bæri. Voru konur ófúsar að láta að ósk-
um hennar, en vildu á hinn bóginn ekki
neyða hana til formennskunnar lengur,
eftir svo langan og erfiðan starfsferil. En
heiðursformaður var hún kjörin á lands-
þingi þessu.
öll þau ár, sem frú Ragnhildur var
formaður í K.I. hafði hún stutt hin ein-
stöku félög og héraðssambönd að starfi,
svo sem unnt var, bæði með þvi að miðla
þeim af því litla fé, er K.I. hafði úr ríkis-
sjóði og svo með ýmiss konar fyrir-
HÚSFREYJAN
greiðslu. Þegar fjárhagur sambandsins
rýmkaðist árið 1944 með sómasamlegu
fjárframlagi úr ríkissjóði, lét Ragnhildur
sér mjög annt um að koma K.I. í það
horf, sem hana mun frá upphafi hafa fýst
að koma því í, sem sé að opna skrifstofu
í Reykjavík og hafa sérstakan fram-
kvæmdastjóra, sem og varð.
Hér hefur í stuttu máli verið rakið
starf frú Ragnhildar við stofnun og rekst-
ur K.I. og svo þeirra starfa, er hún vann
til undirbúnings að stofnun húsmæðra-
skólanna í landinu og annarrar hús-
mæðrafræðslu. En auk þess gæti verið
sérstök saga um störf hennar við að koma
á fót húsmæðraskólanum í Reykjavík. Því
efni hefur Katrín Helgadóttir, núverandi
skólastjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur,
gert skil í afmælisgrein um frú Ragnhildi,
er birtist í Morgunblaðinu, og vferður því
sleppt hér.
Að endingu vill svo ,,Húsfreyjan“, blað
Kvenfélagasambands íslands, blað ís-
lenzkra húsmæðra, flytja hinni öldnu
sæmdarkonu hlýjar þakkir fyrir göfugt
ævistarf og hugheilar óskir um friðsælt
og bjart ævikvöld.
Sv. Þ.
Rausnarleg gjöf
Á Selfossi er öflugt kvenfélag, þótt það
sé með yngri kvenfélögum þessa lands.
Útbreiðsla ,,Húsfreyjunnar“ hefur um
margra ára skeið verið þar með ágætum.
En kvenfélagið á Selfossi lætur eigi þar
við standa. Skömmu fyrir jól barst blað-
inu myndarleg gjöf frá félagi þessu, kr.
500.00. Þakkar blaðið þessa góðu gjöf,
sem kemur í góðar þarfir, því að enn mun
sem áður fara svo við uppgjör ársreikn-
inga, að gjöldin verða allmjög hærri en
tekjurnar. Óskar svo blaðið kvenfélaginu
á Selfossi, ásamt öðrum velunnurum sín-
um, gæfu og gengis á yfirstandandi ári.
5