Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 8
Rannveig Þorsteinsdóttir:
Okkar á
SVO SEM öllum kvenfélagskonum er
kunnugt, þá er Kvenfélagasamband Is-
lands þátttakandi í einum samtökum
með öðrum þjóðum. Við erum í Hús-
mæðrasambandi Norðurlanda, en í því
eru, auk Kvenfélagasambands Islands,
landssambönd húsmæðra á öllum
Norðurlöndunum, Danmörku, Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð. Alls eru það
sex sambönd, sem mynda Húsmæðra-
samband Norðurlanda, af því að í Finn-
landi eru tvö sambönd, annað fyrir
finnskumælandi húsmæður og hitt fyr-
ir sænskumælandi húsmæður, en sam-
bönd þessi hafa mjög nána samvinnu
sín á milli.
Þessi samtök reyna með ýmsu móti
að koma því til leiðar, að hver einstök
félagskona viti og finni, að hún er þátt-
takandi í samtökum, sem ná út fyrir
hennar eigið land. I því efni hlýtur þó
ætíð mest að hvíla á heildarsamtökum
hvers lands, t. d. með því að ræða á
fundum og þingum þau mál, sem efst
eru á baugi í norrænu samtökunum og
með því að blöð hvers lands, þ. e. blöð
húsmæðrasamtakanna, sem svara til
,,Húsfreyjunnar“, skýri frá því, sem
gerist í Húsmæðrasambandi Norður-
landa. Þetta er alls staðar gert, að
meira og minna leyti og hefur vafa-
laust sín áhrif.
En svo var það, að fram kom hug-
mynd um að fara aðra leið til þess að
fá konur á Norðurlöndum til þess að
finna, að þær væru ein heild, að þær
væru einn félagsskapur með sömu við-
fangsefni og sömu áhugamál, þótt við
mismunandi aðstæður sé. Það var
mtlli sagt
ákveðið að einn dagur á ári væri há-
tíðisdagur félaganna, sem í þessum
samtökum eru. Fyrir valinu varð 10.
marz.
Þessi dagur, 10. marz, var valinn
vegna þess, að hann var fæðingardagur
þeirrar konu, sem talin er raunveru-
lega að hafa komið samtökunum á fót
og leitt þau yfir byrjunarörðugleikana.
Kona þessi var Maria Michelet, norsk
umbóta- og hugsjónakona, sem ætíð er
minnzt af ást og virðingu af öllum, sem
urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn-
ast henni. Líklega hafa íslenzkar kon-
ur lítið þekkt til hennar, og er þar
mikið misst. Þó má geta þess hér, að
á þeim árum, sem ein okkar ágætustu
kvenna, Ólafía Jóhannsdóttir, var að
hefja líknarstarf sitt til hjálpar ógæfu-
sömum stúlkum götunnar í Osló, þá
naut hún til þess stuðnings og full-
tingis fjölskyldu Mariu Michelet, og er
ekki að efa, að frú Michelet hefur kom-
ið þar við sögu jafnframt, þótt hennar
nafn sé ekki nefnt í hinni stuttorðu
frásögn, þar sem þessa er getið.
Nú er svo komið, að félög innan
húsmæðrasamtakanna halda, sem flest,
og í sumum löndum öll, fund með sér-
stöku sniði þann 10. marz ár hvert.
Þetta er bara marzfundurinn þeirra,
en það er sérstaklega til hans vandað,
og á þann hátt er dagurinn gerður að
hátíðisdegi samtakanna. Borð eru
skreytt, það er vandað til veitinga um-
fram venju og dagskrá fundarins er
höfð, eftir efnum og ástæðum öðruvísi
en á venjulegum, hversdagslegum fund-
um. Vissulega er ekki alltaf tækifæri
8
HÚSFREYJAN