Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 12
lingarnir bundnir við borð og bekki
klukkustundum saman, andstætt eðli
sínu og upplagi. Slíkt væri raunar vel til-
vinnandi, ef við á þann á hátt gætum lært
listina að lifa fögru lífi, það er að segja,
ef við gætum með núverandi námsfyrir-
komulagi verið viss um, að öðlast sanna
menntun, en reynslan sýnir því miður, að
svo er nú ekki. Skylt er þó að geta þess,
að í barnaskólum hafa verið gerðar ráð-
stafanir til að reyna að samræma áhrif
skólanna og heimilanna með því að halda
svokallaða ,,foreldradaga“ og stofna for-
eldrafélög, en þetta hefur ekki valdið
neinum endurbótum á sjálfu skólakerf-
inu, að því er ég bezt veit. Ef kvenfélögin
hefðu lifandi áhuga á slíkum endurbótum,
hlytu þau að geta lagt fram nýjar línur
og barizt fyrir þeim, því að sennilega hafa
mæður hér skarpari innsýn en aðrir, og
þetta er mál, sem væntanlega snertir þær
djúpt.
Frá mínu sjónarmiði er það öruggast
að leggja mesta áherzluna á alhliða
menntun með það mark fyrir augum að
reyna að gera menn að góðum samferða-
mönnum í lífinu, — má ekki líkja lífinu
við ferðalag, þegar allt kemur til alls, og
hvað er þá ákjósanlegra en góður félagi,
samverkamaður og vinur, og hvað unaðs-
legra fyrir mann sjálfan, en að geta talizt
einn í þeirra hópi?
En hvað snertir önnur atriði, er að
gagni mættu verða, þá finnst mér sem
fyrrverandi fimleikakennara, að auka
ætti líkamsrækt að miklum mun, en þá
verður kennurunum líka að vera ljóst, að
líkamsmennt er list, þar sem þjálfun lík-
amans er lægsta stigið, og yrði tækni-
kunnátta þeirra að ná út yfir það. Þá
mundi ég vilja mæla með meiri úti-íþrótt-
um, fyrir utan bæinn, þá þess er nokkur
kostur, og endrum og eins uppi í óbyggð-
um. Ég mundi einnig vilja láta flytja
kennsluna út í náttúruna, þegar veður
leyfir, t. d. þær greinar hennar, sem varða
steina- og jurtaríkið, ennfremur ætti að
vera hægt að viðra dýrafræðina og jafn-
vel líka landafræði og sögu með því að
láta kennsluna öðru hvoru fara fram
utan skólastofunnar, í umhverfi, sem væri
í einhverju samræmi við námsefnið. Hér
vil ég skjóta því inn, að við höfum ekki
að mínu áliti þörf fyrir allan þennan stóra
skara af kennurum, sem nú starfa við
barna- og unglingaskóla landsins, ég
mundi heldur kjósa að þeir væru færri
og betur undir starf sitt búnir (og geri
ég þá ráð fyrir að tími skólasetunnar yrði
styttur).
Ekki veit ég hvernig því er varið í öðr-
um löndum, en mér finnst að við íslend-
ingar munum ekki notfæra okkur menn-
ingararf okkar eins vel og við gætum. Hér
á ég einkum við hinar sígildu bókmennt-
ir vorar, en notkun þeirra er nokkuð ein-
hliða. Að vísu eru margir kaflar úr þeim
lesnir í skólunum, og einnig eru börnin
látin læra ýms ljóð utanbókar, en það sem
ég á við er það, að áhrif bókmenntanna
gætu orðið dýpri og víðtækari, ef meiri
fjölbreytni væri tekin upp í túlkun þeirra.
Við skulum taka dæmi úr fornsögunum,
eins og þáttinn „Brandur hinn örvi“.
Þessi saga er lesin í barnaskólum (ef ég
man rétt), en hana mætti svo auðveld-
lega setja á svið, og þá fengju börnin
færi á — ekki aðeins að heyra — heldur
einnig að sjá, hve það er feikilega ann-
kanalegt, að hafa aðeins þá hendina, sem
tekur, en vanta hina, sem veitir.
Ég geri ráð fyrir því, að með því að
endurskipuleggja starfshætti sína, ættu
kvenfélögin að geta barizt fyrir bættri
menntun, með allgóðum árangri, þar sem
þau geta náð til kvenna í öllum landshlut-
um, og gefið þeim verk að vinna. Þannig
hefur Kvenfélagasamband Islands félags-
deildir um allt land og í hinum stærri
bæjum, einkum þó í Reykjavík, er starf-
andi heill hópur af ýmiss konar samtök-
um. Sú staðreynd, að til er nú eins konar
net af kvenfélögum út um allt landið, tel
ég vera hina sterkustu stoð fyrir sjálf-
boðaliðsvinnu kvenna, eða öllu heldur,
það sem veitir henni mesta möguleika,
en veika hliðin er að minni hyggju sú,
hve lítið og einhliða þetta net, eða kerfi,
12
HÚSFREYJAN