Húsfreyjan - 01.01.1960, Síða 13
er að jafnaði notað. Ég er hrædd um, að
þeir hafi rétt fyrir sér, sem halda því
fram, að í hverju félagi séu það venju-
lega aðeins örfáar konur, sem verða að
taka á sig mest allt erfiðið og starfið. En
ég er sannfærð um, að svo þarf ekki að
vera, og nú langar mig til þess að ræða
lítið eitt hugmynd, sem lengi hefur búið
um sig í huga mér.
Ég veit ekki vel hvernig ég get bezt
komið orðum að því, en . . . ég hef veitt
því eftirtekt, að brúa má með þjálfun,
fjarlægðina á milli kvenleiðtogans og fé-
lagskonu sem — eins og gengur — er
feimin og framtakslaus, einnig að þjálfun
skapar áhuga og vekur leynda hæfileika.
Ég veit að þetta er rétt, af því að ég hef
horft á það — hvernig hlédrægar konur,
sem búa ekki yfir neinum sérstökum hæfi-
leikum, fljótt á litið, taka bókstaflega að
,,vaxa“ andlega, þegar þær fá uppörfun
og hjálp, til þess að leggja rækt við með-
fædda eðliskosti sína. En að því er ég
bezt veit, þá er slík þjálfun óþekkt í göml-
um og grónum kvenfélögum, að vísu gefa
þau vissa þjálfun, þeim fáu konum, sem
kosnar eru í stjórnina, þar sem þær svo
kunna að sitja í fjöldamörg ár, og er það
misræmi, er ég tel vera einn veikasta
hlekkinn í allri félagsstarfseminni. Að
þessu athuguðu finnst mér, að bezta ráðið
til þess að endurlífga eldri samtök, og þá
um leið ná til fleiri ungra kvenna og vekja
þær til starfa, mundi vera það, að stofna
fámenna heima-klúbba, innan vébanda
hinna stærri félaga, þar sem hver hópur
hefði sín sérstöku áhugamál og viðfangs-
efni, en öllum meðlimum væri skylt að
taka virkan og lifandi þátt í því starfi,
er þeir hefðu valið sér að vinna að.
Það hefur löngum verið minn draumur
að koma á fót litlum náms-klúbbum af
þessu tagi, óháðum gömlu félögunum og
var einn slíkur klúbbur reyndar starfandi
síðastliðna tvo vetur. Við komum saman
á heimilum hverrar annarrar og ræddum
sameiginlegt hugðarefni, en með sjálf-
stæðri vinnu fengum við hver um sig upp-
örvun til þess að tjá sig og leggja rækt
við þá hæfileika, sem í okkur búa. Það
er von mín, að með tímanum finni vin-
konur mínar hjá sér hvöt og sjálfstraust
til þess að stofna sína eigin klúbba, og þá
geta þær að sjálfsögðu tekið fyrir hvaða
námsefni sem þær vilja — allt frá garð-
yrkju til heimspeki, svo eitthvað sé nefnt,
og þótt ég segi námsefni, þarf ekki að
binda sig við það, — það ætti að vera
hægt að stofna klúbba eins og þessa með
það fyrir augum að berjast fyrir einhverri
hugsjón — til dæmis sannri menntun —
eða þá til þess að vinna á móti einhverj-
um ágalla á siðmenningu vorri, drykkju-
skap, slæmum umgengnisháttum o. s. frv.,
en það sem skiptir mestu máli í þessu
sambandi er það, að með svona smá-hóp-
um sem þessum má vinna nytsamt starf,
og þar er sameiginlegur áhugi allra með-
limanna fyrir hendi, án nokkurrar und-
antekningar. Ég hef því verið að velta
því fyrir mér, hvort þetta sé ekki leið,
sem vert væri að reyna, til þess að vekja
áhuga kvenna á aðkallandi vandamálum
líðandi stundar. Að mínu áliti ættu slíkir
klúbbar — hvort sem þeir væru stofnaðir
innan eða utan vébanda hinni stærri kven-
félaga — að vera sjálfstæðir í starfi sínu,
en með tímanum gæti verið nauðsynlegt
að hafa einhvern sameiginlegan tengilið,
er gefið gæti leiðbeiningar um stofnun og
heppilegar starfsreglur.
í þessari ritgerð hef ég einkum haft
uppeldismálin í huga, sökum þess að ég
tel þau mikilvægustu viðfangsefni vorra
tíma og lít svo á, að umbætur á því sviði
myndu flýta fyrir úrlausn ótal vanda-
mála, því að mannræktin snertir svo
mörg, ef ekki öll önnur, viðfangsefni og
vandamál. En mig langar einnig til þess
að ræða hér lítilsháttar tvö önnur við-
fangsefni, sem standa huga mínum nær.
Ég hef heyrt, að í Bandaríkjunum sé
kirkjan voldugur þáttur í lífi þjóðarinnar.
Aftur á móti virðast áhrif hennar fara
sífellt dvínandi hér á landi. Ungt fólk fer
svo að segja aldrei í kirkju, að fáeinum
undanteknum, eins og gengur. Nú get-
ur það verið eðlilegt og allt með felldu,
HÚSFREYJAN
13