Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 21

Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 21
Manneldisþáttur Varizt offitu! Flestum finnst mikilvægt vegna útlitsins að hlaða ekki á sig holdum. Offita, óprýð- ir líkamann, gerir okkur andstutt, stirð og gömul fyrir aldur fram. Á seinni árum er það einnig orðið lýðum ljóst, að nauð- synlegt er vegna heilsunnar að offitna ekki. Þeir offeitu eru oft næmari fyrir sjúkdómum og kvillum, sem gera þeim lífið súrt, eins og t. d. æðakölkun, ýmsir hjartasjúkdómar og aukinn blóðþrýsting- ur, og samkvæmt rannsóknum amerískra líftryggingafélaga eykst dánartalan í hlut- falli við yfirvigt. Hitaeiningaþörf manna fer annars veg- ar eftir kyni, aldri og líkamsþunga, hins vegar eftir vinnu (sjá töflu). Ef frá er talin beinkröm, eru raun- verulegir næringarsjúkdómar mjög sjald- gæfir hér á landi nú orðið. En sjúkdómar, sem orsakast af offitu, eru nokkuð tíðir. Hvað veldur offitu? 1. Of lág efnaskipti. 2. Of lítil líkamsáreynsla. 3. Dálæti á fitandi fæðutegundum og sælgæti. 4. Tilhneiging til að borða of mikið af daglegri fæðu. 5. Að borðað sé út úr leiðindum. I stuttu máli sagt, orsökin er í flestum tilfellum, að fæðan inniheldur fleiri hita- einingar en líkaminn brennir. Til að varast offitu verður hver og einn að gæta þess, að hitaeiningamagn fæð- unnar sé í hlutfalli við þarfir. En til að skilja þetta betur, þarf að gera stutta grein fyrir samsetningu þeirr- ar fæðu, sem við neytum, og nýtingu hennar í líkamanum. Næringarefnin í fæðunni eru kolvetni, fita og eggjahvíta. Auk þess þurfum við fjörefni, sölt og vatn. Kolvetni er snar þáttur í fæðu okkar íslendinga. Þau eru í sykri (íslendingar eru samkvæmt nýjustu skýrslum mestu sykurætur í heiminum), brauði, mjólk, kartöflum og í smærri stíl í ýmsum öðr- um fæðutegundum. Fáum við of mikið af kolvetninu, hleðst megnið upp, fyrst sem glykogen (dýra-sterkja) í lifur og vöðv- um, nál. Y2 kg. Það, sem eftir er af kol- vetnum, safnast saman sem fita. Fitan (í smjöri, rjóma, feitum osti, feitu kjöti, mör, tólg o. s. frv.) hefur sama hlutverki að gegna í líkamanum sem kol- vetni; þau eru aðeins orkugefandi. En til þess að frumur líkamans geti endurnýjazt og hin ýmsu líffæri geti starfað, þarf mannslíkaminn eldsneyti. Fita og kolvetni eru eldsneyti. Ekki er hægt að tala um ,,bruna“ í líkamanum, en við efnabreyt- ingu þeirra myndast hiti, hlutur sem við öll vitum, ef við leiðum hugann að því, hvernig líkamshiti okkar helzt jafn 37°C þrátt fyrir ytri hitasveiflur. Eggjahvítan er í kjöti, fiski, eggjum, osti, skyri, mjólk og baunum. Er hún ómissandi við uppbyggingu og endurnýj- un allra þeirra fruma, sem líkaminn er samsettur úr. Fæðan verður því að inni- halda eggjahvítu. HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.