Húsfreyjan - 01.01.1960, Side 26
Heillaráð
Kona nokkur hefur sent „Húsfreyj-
unni“ eftirfarandi:
Allar þekkjum við, hvernig sængurver
slitnar. Höfðalagsendinn slitnar alltaf
fyrst. Síðast, er ég saumaði mér sængur-
ver, hugkvæmdist mér að reyna að sauma
það þannig, að auðvelt og fljótlegt væri
að breyta verinu, svo að slitni endinn
færðist ofan á sængina, en hitt, sem
minnst væri slitið, yrði við höfðalagið.
Þetta er hægt að gera alveg eins, þó að
sængurverið sé með milliverki og fanga-
marki eða öðru skrauti. Stafirnir snúast
bara við.
Þessu má auðveldlega koma fyrir á eft-
irfarandi hátt: Verið þarf að sauma með
prjóns er aukið um 1 1. í lok prjónsins með þvi
að taka upp næstsíðustu 1. frá síðasta prj. og
prjóna hana slétt. Prjónið síðustu lykkju slétt.
Á 3. prjóni er fyrsta 1. prj. sl. og prj. þar til
3 1. eru eftir á prjóninum. Prjónið þá tvær 1.
saman og prj. siðustu 1. sl. Prjónið nú áfram
þannig, að aukið er í öðrum megin annan hvern
prjón, en tekið úr hinum megin annan hvern.
Húfan er prjónuð líkt og ,,sik-sak“-borði, sem
skipta má í 6 parta.
1. partur. Prjónaðir 32 (36)
40 prjónar og gerðar hvort um
sig 16 (18) 20 aukningar og úr-
tökur.
2. partur. Prjónaður sami
prjónafjöldi og í fyrsta parti, en
aukið í þeim megin, sem áður
var tekið úr, og öfugt.
3. partur. Prjónaðir 16 (18)
20 prj. og tekið úr þeim megin sem áður var
aukið i, og öfugt.
4. partur. Prjónaður sami prjónafjöldi og í 3.
parti, en aukið í þeim megin, sem áður var
tekið úr.
5. partur. Prjónaður eins og 1. partur.
6. partur. Prjónaður eins og 2. partur. Fellt
laust af.
Húfan er saumuð saman í hnakkanum og að
ofan, þannig að hornin mætast á hvirflinum. Að
framan liggur litla hornið fram á ennið, en stóru
hornin yfir eyrun.
opinu á hliðinni.Efverið ermeð milliverki,
er bezt að setja það saman með milli-
verkinu og hafa þá engan þversaum. Ann-
ars verður að hafa sauminn á fótaendan-
um. Nauðsynlegt er að falda opið alveg
endanna á milli og festa um leið bendlana
á hæfilegum stöðum. Síðan má sauma
opið saman til endanna, svo að það verði
hæfilega stórt.
Þegar verið er um það bil hálfslitið
(það má ekki vera nærri komið gat), er
hliðarsaumnum sprett upp. Það er mjög
fljótlegt, því að tvinninn er orðinn stökk-
ur. Því næst er verið lagt þannig saman,
að slitni hlutinn komi ofan á sængina, en
það þykkasta við höfðalagið. Milliverk
eða annað skraut kemur á sama stað og
áður, en stafirnir snúa öfugt. Síðan eru
bendlamir færðir á rétta staði og hliðar-
saumarnir saumaðir á nýjan leik.
Punktalínan sýnir hvar höfðalagsendinn var.
hj
!y///> ^HfwtMur, tti
„Húsfreyjan" þakkar þetta heillaráð,
og Heimilisþátturinn er fús að birta fleira
af þessu tagi, ef lesendur vilja vinsamleg-
ast láta slíkt í té.
Orlof húsmæðra
Frumvarp til laga um orlof húsmæðra hefur
nú verið lagt fyrir Alþingi, flutt af fulltrúum
allra flokka, þeim Auði Auðuns, Katrínu J.
Smára, Karli Kristjánssyni og Birni Jónssyni.
26
HÚSFREYJAN