Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 30
aðgerðum algjörlega í samræmi við það.
Um þykkt gróðurmoldar er það að
segja, að algert lágmark fyrir fjölæran-
og trjákenndan gróður, má telja ca 25
cm. Aftur má komast af með grynnra lag
undir grasflatir og sumarblóm, eða 15 til
20 cm.Heppilegastur jarðvegur til skrúð-
garðaræktar er leir- og sandblandin mold-
arjörð. Þannig jörð er þó ekki alls staðar
fyrir hendi. Hins vegar má auðveldlega
breyta jarðveginum smátt og smátt í það
horf, sem óskað er eftir, leyfi efni það
ekki þegar í byrjun, þó það hafi heldur
meiri kostnað í för með sér. Sé jarðvegur-
inn mjög leirborinn, er gagnlegt að aka
í hann grófum sandi og mýrarmold. Sé
hann talinn um of sandkenndur, má
blanda í hann nokkuð af leir- og mýrar-
mold, og, ef mýrarjarðvegurinn er einn
til umráða, verður hann bezt bættur með
smávegis af leirjörð og nokkrum sandi.
Að auki hefur svo árleg teðsla með hús-
dýraáburði mikil jarðvegsbætandi áhrif.
Hér má einnig nefna skarna, sem nýlega
er tekinn í notkun í Reykjavík. Þótt lykt-
in af skarna sé óviðkunnanleg, hefur hann
eigi að síður margt til síns ágætis, er
mælir með notkun hans.
Garðamold getur oft verið nokkuð súr,
a.m.k. gildir svo um mýrarmold. Er það
óheppilegt fyrir flestan gróður, að undan-
skildum alparósum og öðrum lyngplönt-
um. Breyta má sýrustigi jarðvegs með
áburðarkalki eða skeljasandi. Ákveðnar
tölur um magn af kalki, er erfitt að gefa
upp, nema nákvæm vitneskja um sýru-
stigið sé fyrir hendi. En vart mun fjarri
lagi, að áætla 5—8 kg á hverja 10 mL>.
Af skeljasandi þarf minnst þriðjungi
meira magn, því að hann er mun sein-
virkari. Kalk hefur og hagstæð áhrif á
kornagerð jarðvegs yfirleitt, er því rétt
að bera það á í allan jarðveg, við undir-
búning garðsins, og siðan á nokkra ára
fresti þar sem hægt er að koma uppstungu
við. I leir- og moldarjörð mun örugglega
óhætt að nota 1—3 kg á 10 m- í upphafi,
og nokkru minni skammta hverju sinni
síðar. — (Frh. í næsta blaði).
Óli Valur Hansson.
Mynd 3. — Garður, er snertir 2 hliðar