Húsfreyjan - 01.01.1960, Síða 31

Húsfreyjan - 01.01.1960, Síða 31
Kvenfélag Lágafellssóknar 50 ára SUNNUDAGINN 27. desember S.l. minnt- ist Kvenfélag Lágafellssóknar 50 ára af- mælis síns með veglegu kvöldverðarboði að Hlégarði, félagsheimili sveitarinnar. Sátu hófið nær 200 manns. Var formaður félagsins, Helga Magnúsdóttir, húsfreyja að Blikastöðum, veizlustjóri, en þær hús- freyjurnar Kristrún Eyvindsdóttir í Star- dal og Áslaug Ásgeirsdóttir, Dælustöð- inni, fluttu ágrip af sögu félagsins. Verður hér getið nokkurs af því, er gerzt hefur á þessum hálfrar aldar starfsferli félags- ins. Félagið var stofnað að Völlum á Kjal- arnesi 26. desember árið 1909. Voru stofn- endur aðeins 11. Helzti hvatamaður að stofnun félagsins var Guðrún Jósefsdótt- ir, húsfreyja að Völlum, enda féll það í hennar hlut að taka að sér formennslcu félagsins i fyrstu. Brátt fjölgaði félagskon- um og voru það einkum konur úr Mos- fellssveit, sem við bættust, en í fyrstu höfðu þær að mestu verið af austanverðu Kjalarnesi. Hlaut félagið því fyrst nafnið Kvenfélag Kjalarness, en nafni þess var brátt breytt í það horf, sem nú er og félagssvæðið þá jafnframt ákveðið öll Lágafellssókn. Tala félagskvenna hefur svo sífellt farið vaxandi, svo að nú eru þær rúmlega 90 að tölu. Tilgangur þessa félags var í fyrstu ein- göngu hinn sami og flestra þeirra kven- félaga, er stofnuð voru á 1. og 2. tug þessarar aldar, að leitast við að rétta þeim hjálparhönd, er erfiðast áttu í lífs- baráttunni þar í sveitinni: Barnmörgum fátæklingum og þeim, er urðu fyrir sjúk- dómum eða slysum. Var þegar á fyrstu HÚSFREYJAN 31

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.