Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 36
Ályktun um hjálparstúlkur
Þing Kvenfélagasambands íslands, haldið 31/8
til 3/9 1959, bendir bæjar- og sveitarfélögum á
6. gr. laga um heimilishjálp, að stúlkum, sem
vilja taka að sér heimilishjálp, verði gefinn kost-
ur á námi við húsmæðraskóla eða á annan hátt.
Leggur þingið til að stúlkur þessar verði að ein-
hverju leyti styrktar til námsins, ef þörf þykir.
Áskorun um skólaheimili
13. landsþing K. f. ályktar að skora á mennta-
málaráðherra að sjá um stofnun heimilis fyrir
stúlkur, sem lent hafa á glapstigum.
Á síðustu fjárlögum voru veittar kr. 300.000.00
til húsbyggingar. Væntir þingið, að Alþingi sjái
sér fært að hækka þá upphæð á næstu fjárlög-
um, svo að hefja megi byggingarframkvæmdir
sem fyrst.
Tekið verði til athugunar, hvort ekki sé til
lítið notað eða ónotað húsnæði úti á landi á
vegum hins opinbera, er nota mætti meðan á
húsbyggingu stendur.
Ályktun varðandi kjarnorkuvopn
Samkvæmt rannsóknum og skýrslum síðustu
mánaða um auknar geislavirkanir í sambandi
við kjarnorkusprengingar í heiminum, er það
bersýnilegt, að uggvænlega horfir um framtíð
mannkynsins, ef áfram verður haldið á þessari
braut. Hættan er sérstaklega mikil nú, þar sem
yfir vofir að eitt eða fleiri stórveldanna hefji
kjarnorkusprengingar að nýju, og jafnvel að
nýjar þjóðir bætist við.
Þing Kvenfélagasambands íslands 31/8—3/9
1959 lýsir megnri andúð sinni á þessum tilraun-
um með kjarnorkusprengjur og smíði á fjölda-
morðvopnum, sem geta haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar fyrir allt líf á jörðinni, og ef slík vopn
yrðu notuð í styrjaldarátökum, myndu þau valda
gereyðingu heilla landshluta og jafnvel alls
mannkynsins.
Samkvæmt lögum átti að kjósa formann og
annan meðstjórnanda. Formaður var kjörin
Rannveig Þorsteinsdóttir, en meðstjórnandi
Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum. Fyrir í stjórn
sambandsins var Aðalbjörg Sigurðardóttir.
í varastjórn voru kosnar: Jónína Guðmunds-
dóttir, Ólöf Benediktsdóttir og Guðlaug Narfa-
dóttir.
í útgáfustjórn „Húsfreyjunnar" voru kosnar:
Svafa Þórleifsdóttir, Elsa E. Guðjónsson, Krist-
jana Steingrímsdóttir, Sigríður Thorlacius og
Sigríður Kristjánsdóttir.
Endurskoðandi var kjörin Ingveldur Einars-
dóttir og til vara Sigríður Johnsen.
Svafa Þóríeifsdóttir var endurkjörin í fram-
kvæmastjórn Hallveigarstaða, en til vara Her-
dis Ásgeirsdóttir.
Fulltrúi K. f. í Landssambandi gegn áfengis-
bölinu er Jóhanna Egilsdóttir, en sem fulltrúar
á landsþing þeirra samtaka voru kjörnar: Aðal-
björg Sigurðardóttir og Ólöf Sigurðardóttir, í
laganefnd voru kosnar Rannveig Þorsteinsdóttir,
Sigríður Sigurjónsdóttir og Svafa Þórleifsdóttir.
Milliþinganefnd til að leita samvinnu við Bún-
aðarfélag íslands í samráði við stjórn K. í. var
kjörin, þær Ragn Sigurðardóttir, Þórustöðum,
Helga Sigurðardóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir,
Hurðarbaki, hlutu kosningu.
í K. í. eru nú 215 kvenfélög, sem mynda 18
héraðssambönd. Félagatala er 13.226.
Fimmtudaginn 3. apríl kl. 7.30 síðdegis var
fundarstörfum lokið og hófst þá kveðjumiðdags-
verður. Voru margar ræður fluttar undir borðum
og sungið á milli. Lauk svo þinginu með því, að
hinn nýkjörni formaður, Rannveig Þorsteins-
dóttir, sagði því slitið, þakkaði fulltrúum góða
fundarsókn um leið og hún óskaði þeim góðrar
heimkomu.
Meðan á þinginu stóð höfðu konur tvisvar
brugðið sér út úr bænum. Hið fyrra skiptið upp
að Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit, mæðraheimili
Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík, en síðara skipt-
ið sátu konur heimboð forsetahjónanna á Bessa-
stöðum, þriðjudaginn 1. september.
HÚSFREYJAN
kemur út 4 sinnum á ári.
Ritstjórn:
Svafa Þórleifsdóttir
Laugavegi 33A - Sími 16685
Sigríður Thorlacius
Bólstaðahlíð 16 - Sími 13783
Elsa E. Guðjónsson
Laugateigi 31 - Sími 33223
Sigríður Kristjánsdóttir
Stigahlíð 2 - Sími 35748
Kristjana Steingrímsdóttir
Hringbraut 89 - Sími 12771
Afgreiðslu og innheimtu annast
Svafa Þórleifsdóttir, Laugavegi 33 A.
Verð árgangsins er 35 krónur. í lausasölu
kostar hvert venjulegt hefti 10 kr. Gjald-
dagi er fyrir 1. október ár hvert.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
36
HÚSFREYJAN