Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 161

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 161
159 Mál barna og hljóðkerfisfrceði virðast hvað föstust fyrir (sbr. líka Baldur Jónsson 1982). Höskuldur er í þessu sambandi að ræða um mállýsku sem er að breytast og það má hugsa sér að eitthvað svipað gerist í barnamáli, þótt við verðum að hafa í huga að við erum að tala um barnamál sem er nánast daglegum breytingum háð. Það mun tæpast eiga við um raddaða framburðinn. Þar gerast hlutirnir hægar. En við skulum ganga út frá því að barnamál sé mállýska eða mállýskur.14 Sumt í framburði bama er mjög mörgum þeirra sameiginlegt en annað er einkennandi fyrir fá böm. í framhaldi af þessu getum við ímyndað okkur að hliðstæðan við mállýsku Þingeyinganna sé einmitt samlögunarreglan í máli barna. Snemma á máltökuskeiðinu beitir tiltekið barn henni út í ystu æsar, þ.e. það hefur samlögun (og aðblástur) alltaf á undan /p t k/. Svipað má gera ráð fyrir að hafi verið með raddaða framburðinn fyrr (sjá Bald- ur Jónsson 1982), þar voru í fyrsta lagi fleiri samhljóðasambönd með rödduðum samhljóðum og í öðru lagi landfræðileg útbreiðsla meiri. Nú væri hægt að hugsa sér að annað af tvennu gerðist í máltöku bama: Þau hættu að beita samlögunarreglunni í eitt skipti fyrir öll og hefðu þar af leiðandi alla klasana rétta á sama tíma; eða að þau lærðu réttan framburð í þrepum. Margt mælir gegn fyrri tilgátunni vegna þess að við höfum dæmi um börn sem beita reglunni stundum og stundum ekki, á ákveðna klasa og ekki aðra (sjá Sigurð Konráðsson 1983; 4. kafla). Enn fremur hafa börn oft sitt á hvað aðblástur og réttan framburð í einum og sama klasanum, jafnvel í sama orðinu (það minn- ir óneitanlega nokkuð á framburð sumra sem hafa raddaðan framburð, sbr. Baldur Jónsson 1982; Höskuld Þráinsson 1980). Svo virðist sem börnin læri venjulegan framburð klasanna í þrepum. Þetta félli sem sagt ágætlega saman við það sem er uppi í Mývatnssveitinni, þar sem allir afradda /r/, /1/ á undan /t/ er á reiki, en /1/ á undan /k/, /p/ og nefhljóðin eru oftar rödduð. Hvemig þrepin eru í takmörkunum barna á reglunni er mjög erfitt að segja til um. Þar koma inn margir þættir. T.d. er mjög misjafnt hvenær böm læra /s/ og /r/ og það hefur auðvitað áhrif á hvernig framburðurinn er í klösum þar sem þessi hljóð 14 Svipaðar hugmyndir um mál barna má rekja allt aftur til Jespersens (1916:10), þar sem hann stingur upp á því að e.t.v. sé rétt að tala um „bornesprog", þ.e. í fleirtölu, á meðan börn eru mjög ung. Siðar, þegar framburður fer að líkjast æ meir framburði full- orðinna, sé fyrst réttlætanlegt að tala um „barnesprog", mál barna, sem hægt er að taka undireitt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.