Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 161
159
Mál barna og hljóðkerfisfrceði
virðast hvað föstust fyrir (sbr. líka Baldur Jónsson 1982). Höskuldur er
í þessu sambandi að ræða um mállýsku sem er að breytast og það má
hugsa sér að eitthvað svipað gerist í barnamáli, þótt við verðum að
hafa í huga að við erum að tala um barnamál sem er nánast daglegum
breytingum háð. Það mun tæpast eiga við um raddaða framburðinn.
Þar gerast hlutirnir hægar. En við skulum ganga út frá því að barnamál
sé mállýska eða mállýskur.14 Sumt í framburði bama er mjög mörgum
þeirra sameiginlegt en annað er einkennandi fyrir fá böm.
í framhaldi af þessu getum við ímyndað okkur að hliðstæðan við
mállýsku Þingeyinganna sé einmitt samlögunarreglan í máli barna.
Snemma á máltökuskeiðinu beitir tiltekið barn henni út í ystu æsar,
þ.e. það hefur samlögun (og aðblástur) alltaf á undan /p t k/. Svipað
má gera ráð fyrir að hafi verið með raddaða framburðinn fyrr (sjá Bald-
ur Jónsson 1982), þar voru í fyrsta lagi fleiri samhljóðasambönd með
rödduðum samhljóðum og í öðru lagi landfræðileg útbreiðsla meiri.
Nú væri hægt að hugsa sér að annað af tvennu gerðist í máltöku
bama: Þau hættu að beita samlögunarreglunni í eitt skipti fyrir öll og
hefðu þar af leiðandi alla klasana rétta á sama tíma; eða að þau lærðu
réttan framburð í þrepum. Margt mælir gegn fyrri tilgátunni vegna
þess að við höfum dæmi um börn sem beita reglunni stundum og
stundum ekki, á ákveðna klasa og ekki aðra (sjá Sigurð Konráðsson
1983; 4. kafla). Enn fremur hafa börn oft sitt á hvað aðblástur og réttan
framburð í einum og sama klasanum, jafnvel í sama orðinu (það minn-
ir óneitanlega nokkuð á framburð sumra sem hafa raddaðan framburð,
sbr. Baldur Jónsson 1982; Höskuld Þráinsson 1980). Svo virðist sem
börnin læri venjulegan framburð klasanna í þrepum. Þetta félli sem
sagt ágætlega saman við það sem er uppi í Mývatnssveitinni, þar sem
allir afradda /r/, /1/ á undan /t/ er á reiki, en /1/ á undan /k/, /p/ og
nefhljóðin eru oftar rödduð. Hvemig þrepin eru í takmörkunum
barna á reglunni er mjög erfitt að segja til um. Þar koma inn margir
þættir. T.d. er mjög misjafnt hvenær böm læra /s/ og /r/ og það hefur
auðvitað áhrif á hvernig framburðurinn er í klösum þar sem þessi hljóð
14 Svipaðar hugmyndir um mál barna má rekja allt aftur til Jespersens (1916:10), þar
sem hann stingur upp á því að e.t.v. sé rétt að tala um „bornesprog", þ.e. í fleirtölu, á
meðan börn eru mjög ung. Siðar, þegar framburður fer að líkjast æ meir framburði full-
orðinna, sé fyrst réttlætanlegt að tala um „barnesprog", mál barna, sem hægt er að taka
undireitt.