Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 194

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 194
192 Ritdómar Tillit til orðgerðar kemur fram á fleiri vegu. Ýmsir orðmyndunarliðir eru sýndir sem uppflettimyndir án þess að þeir hafi sjálfstætt orðgildi, bæði bakliðir eins og -ari, -elsi, -ingur, -kafur (sbr. ákafur), -laga (sbr. t.d. hringlaga), -legur, -fenglegur (sbr. mikil- fenglegur), -skapur, -uöur, -ugur og -vaka (sbr. andvaka), — og forliðir eins og al-, erki-,for-, íðil-, rokna-, sam- og tor-. Það er æði mismunandi hvaða skil slíkum liðum eru gerð. Stundum er hlutverk þeirra skilgreint jafnframt því sem dæmi eru nefnd um orðmyndun af þeim, en oft er látið nægja að vísa til fáeinna dæma um notkun þeirra og er þá lítið á uppflettimyndinni að græða. í Ijósi þess sem hér hefur verið sagt er þess ekki að vænta að tíðni eða notkunarþungi orða hafi úrslitaáhrif á orðavalið í bókinni, og fátt er lesanda til leiðsagnar um þau atriði. Reyndar er sérstakt tákn (©) haft við orð sem eru sjaldgæf að mati ritstjórnar, en það er afar sjaldan notað. Frekar er hægt að sækja vísbendingu til annarra tákna, eink- um þeirra sem höfð eru um „staðbundið málfar" (G), „fornt eða úrelt mál, óbundið" (t) og „skáldamál, gamalt og nýtt“ (☆). Hlutur slíkra orða er æði fyrirferðarmikill, og þegar haft er í huga að margt af þessu orðafari þarfnast litilla skýringa miðað við annað sem ónógar skýringar eru um verður að telja að ýmislegt hefði mátt falla brott. Ankannalegt er að gera ýmis fornmálsafbrigði orða, jafnvel orðasambanda, að sjálf- stæðum uppflettiorðum eins og gert er t.d. með myndirnar emk („ek em ég er“), erumk (,,er(u) mér“), esa („er ekki“), hvárngi („hvorugan"), gjárna („/ g. í gær“), mákak („ég get ekki, má ekki“),fiðr („2. og 3. P ET FH NT af finna S.“), svágör („svo gerður"), þági („ekki þá“), hölf („KV af halfur = hálf‘). Mikið er um það að tilgreind séu mismunandi tilbrigði orða, hvort sem stafrófsröðin bindur þau saman eða ekki, yfirleitt þannig að eiginleg merkingarskýring er aðeins höfð á einum stað. Þetta er í sjálfu sér fróðlegt, en missir stórlega gildi sitt þegar ekki er get- ið um útbreiðslu eða fyrirferð einstakra tilbrigða né heldur um það hvernig innbyrðis sambandi þeirra er háttað (t.d. hvert sé upprunalegast þar sem um það er að ræða). Þegar slík tilbrigði eru samstæð í stafrófsröðinni er þeim, báðum eða öllum eftir atvik- um, stillt upp sem hliðskipuðum uppflettimyndum og þau látin hafa sameiginlega skýringu. Þessi tilhögun gildir ekki aðeins um samstofna tilbrigði þar sem hljóðafar eða beygingareinkenni greinir að (sbr. tómata, tómati, tómatur, gágjón, gágón, gágúm) heldur einnig og ekki siður um tilbrigði sem að hluta til hafa óskylda orðliði (sbr. konu- riki, konuvald; skemmdarskrin, skemmdarvargur; skapstuttur, skapstyggur). Þetta fyr- irkomulag reynist ekki í alla staði heppilegt. Stundum er freistast til að stilla saman orðum sem ekki eiga fullkomna samleið merkingarlega: þjóðarbú, þjóðarbúskapur; heyrnartól, heyrnartœki. Hitt er meira áberandi að ráðandi tilbrigði eru ekki látin njóta yfirburða sinna heldur fá þau skugga af öðrum stórum fágætari tilbrigðum: titran, titr- ing, titringur; holdugur, holdur; menntlingur, menntskcdingur; áfengur, áfenginn; þjál- inn, þjáll; ráðriki, ráðrikni; smávagilegur, smávagur. Þótt þessi greinarmunur sé stundum gefinn til kynna með því að auðkenna hin sjaldgæfari tilbrigði (með táknun- um t og O eftir því sem við á) kemur hann hvergi nærri nógu skýrt fram í heild. Þess er enginn kostur að gera nákvæma grein fyrir þeirri aukningu sem orðið hefur á orðaforða OM með OM-2. Þau orð sem bæst hafa við frá OM-1 eru af ýmsu tagi, en óhætt er að segja að aukningin beinist ekki sérstaklega að því að rétta hlut almenns orðaforða samtímamáls, heldur er fylgt fyrri stefnu að geta sem flestra orðstofna og til- brigða þeirra án tillits til tíðni eða útbreiðslu. Töluvert bætist reyndar við af almennu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.