Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 198
196
Ritdómar
lesendum fremur akkur í skýrari upplýsingum um aldur og uppruna því að ekki eru lík-
ur á að menn fari gáleysislega með þessi orð nú á dögum. Sum aðskotaorðin sem tínd
eru til eru harla lítilvæg innan um íslenskan orðaforða og varla sérstök þörf á að til-
kynna að um vont mál sé að ræða. Þetta á t.d. við um orðin pakkvet (pakkveti),
papagauja, prójjantur og sterfbú, og langt er seilst þegar enska orðinu girl er veittur að-
gangur, það merkt sem hvorugkynsorð og stafsett að íslenskum hætti, görl.
Hin mikla áhersla sem lögð er á að greina tökuorð, gömul og ný, sem vont mál felur
sýnilega í sér vilja og hvatningu til þess að sneiða í mjög ríkum mæli hjá notkun töku-
orða yfirleitt. En því er ekki að neita að oft ber á ósamræmi í mati á þessum orðum, og
dómar eru nokkuð mismunandi eftir því af hvaða toga orðin eru. Orð sem bundin eru
sértækri hugsun, fræðum, listum og tækni ýmiss konar virðast fremur viðurkennd en
önnur, jafnvel þótt íslenskt samheiti sé til staðar. Meðal tökuorða sem talin eru góð og
gild eru t.d. dogma, elektróna, lýrik, prelúdia, púrismi, rasismi, sána og lúrbina. Nærri
liggur að álykta að hið félagslega og stílbundna gildi orðanna segi til sín þegar skorið er
úr um hvort um sé að ræða vont mál eða ekki. Orðið karamella er talið vont mál þótt
engu samheiti sé til að dreifa og notast verði við skýringuna „sælgæti unnið úr brennd-
um sykri o.fl.“. Á sama hátt er amast við orðinu sjoppa þótt skýringin beri með sér að
ekkert viðhlítandi íslenskt samheiti er fyrir hendi. Önnur tökuorð sem líkt er ástatt um,
þ.e. sem eiga sér ekki skýr íslensk samheiti, virðast einmitt talin góð og gild af þeim
ástæðum, t.d. exem.formúla, röntgen, sonda, útópía og textíll.
í heild eru skýringar í knappara lagi við þau orð sem spurningarmerki er haft við, og
þegar tökuorð eiga í hlut eru skýringar oft að hætti þýðingaorðabóka að því leyti að lát-
ið er nægja að beina sjónum lesandans að öðru orði sem notað skuli í staðinn fyrir orðið
sem verið er að skýra. Verður nánar vikið að þessu síðar. En önnur vandkvæði koma í
ljós við gerð skýringanna sem að nokkru leyti má rekja til þess hversu langt er gengið í
fordæmingu tökuorða en að hluta til hljóta að stafa af ónákvæmni og fljótfærni. Mörg
þeirra tökuorða sem talin eru vont mál eru slík undirstöðuorð að þau birtast aftur sem
skýringarorð við þau íslensku samheiti sem notuð eru til skýringar á þeim. Þannig er
servíetta t.d. skýrt sem munnþurrka, og munnþurrka reynist hafa skýringarorðið
servíetta. Um traktor er haft samheitið dragi (ásamt dráttarvél), og Iraktor skýtur aftur
upp kollinum sem skýringu á orðinu dragi. Sams konar skýringartengsl eru með orðun-
um klósett og salerni, kokkteill og hanastél, kúbein og rofjárn, marsipan og möndlu-
deig, transistor og smári. Og fyrir kemur að orð sem amast er við gægist fram sem skýr-
ingarorð við sjálft sig: snuð .(snuð)tútta sem vöggubörnum er fengin til að sjúga,
japla á“. Þessi notkun tökuorðanna stangast harkalega á við þá ábendingu til lesenda að
orð af þessu tagi beri að forðast í íslensku og dregur mjög kraftinn úr allri málvöndun-
arviðleitni bókarinnar.
Varúðarmerkið er einnig að finna við einstaka merkingarliði orðanna þar sem aðrir
liðir eru góðir og gildir. No. hol hefur sem þriðja merkingarlið lýsinguna „? (í húsi)
innri forstofa, skáli, (stórt) innra anddyri". No. skissa hefur tvær merkingar (hin fyrri er
sögð staðbundin): „1 lasleiki, slæmska; niðurgangur. 2 ?frumriss eða uppkast að e-u“.
So. tékka er lýst í tveimur liðum: „1 tjakka, lyfta með tjakk. 2 ?kanna, gáta, bera sam-
an, sannprófa ...“. Aftan við skýringarorðin um síðari merkinguna eru svo tilgreind og
skýrð ein fimm orðasambönd af sögninni. Lýsingin á no. skermur er þessi: „1 lampa-
skermir, ljóshlíf. 2 ?sjónvarpsskjár“. Á næstu grösum er orðið skermir þar sem annar