Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 200
198
Ritdómar
Allvíða er að finna stakar athugasemdir eða dæmi um ámælisverða notkun einstakra
orða, og er þá einkum vikið að ýmsum áleitnum málfarseinkennum samtímans. í lýs-
ingu fomafnanna einhver og nokkur er getið um notkunarmun á hk.-myndunum (eitt-
hvað, eitthverf, nokkuð, nokkurt). Við orðið einhver er svo haft dæmi til glöggvunar og
viðvörunar um ranga notkun: „ég sé eitthvert (?eitthvað) fólk“. Ekki er haft sams konar
dæmi við orðið nokkur. í OM-2 hefur nýr merkingarliður bæst við lýsingu fn. þú þar
sem vikið er að notkun þess sem óákveðins fomafns með þessum orðum: „?notað sem
ÓÁKV FN, maður, e-r: þú tekur próf og þá fœrðu réttindi maður tekur próf og þá fær
hann réttindi, próf er tekið og þá fást réttindi". Reyndar er einnig á sinn hátt varað við
hliðstæðri notkun orðsins maður í sérstökum lið: „notað sem óákveðið fornafn, eink-
am um þann sem talar eða fólk almennt; ofnotkun þess er algeng en fer il!a“. Það er eft-
irtektarvert að hér hafa verið felld brott ummæli og skýringardæmi í OM-1 sem lúta að
því að oft sé betra að nota persónufomafnið hann til að forðast endurtekningu á orðinu
maöur, og þar með er treyst á glöggskyggni og þekkingu lesandans, að hann átti sig á
því við hvað er átt. í lýsingu greinisins, hinn, er áþekka athugasemd að finna: „oft er
GR ofaukið eða hann er óþarfur, t.d. til lýta á undan FN ýmis: Ihinir ýmsu þátttakend-
ur ýmsir þátttakendur, þátttakendumir (hver um sig)“.
Loks er að nefna að nokkrum sinnum eru beygingarmyndir taldar vont tnál og auð-
kenndar með spumingarmerki, og er þá um að ræða ýmsar áhrifsmyndir sem ekki
standast samkvæmt uppruna. Sumpart eru þetta myndir sem enn gerast aðgangsharðar,
eins og t.d. þt.-myndin réði af so. ráða, en ekki síður afbrigði sem nú mega heita úrelt
eða eru á svo miklu undanhaldi að þeim bregður aðeins fyrir í máli elstu kynslóðarinn-
ar: höndur (flt.-mynd af hönd), numdi (þt.-mynd af nema).
5.
í formála OM-1 er því lýst yfir að orð séu „skýrð ýmist með lýsingu á merkingu
þeirra, dæmum um notkun eða samheitum". Engum orðum er að því eytt hvernig þess-
um ólíku aðferðum sé beitt, hvenær ein eigi við fremur en önnur, hvaða almennar
takmarkanir séu á hverri fyrir sig o.s.frv. Sérstaklega er tekið fram að reynt sé að tak-
marka sem mest umsagnir eða lýsingar á þeim hugtökum og fyrirbærum sem orðin vísi
il: „Lýsingar á viðáttum (merkingarmiðum) orða eru eins stuttorðar og tiltækilegt hef-
jr þótt“. Þetta hlýtur að verða að skilja svo að það sé stefna bókarinnar að hafna eftir
föngum hinu alfræðilega sjónarmiði við gerð orðaskýringa og treysta þeim mun meira á
beinar merkingarskýringar.
Auðvitað verður ekki komist hjá því að beita alfræðilegum skýringum í orðabók þar
sem orðaforðinn er jafn víðtækur og í OM, og ýmislegt orðafar verður naumast skýrt
með öðrum hætti, svo sem mörg landfræðiheiti, ýmis leikjaheiti, nöfn á stjómmála- og
menningarstefnum o.fl. í OM er allur gangur á þvi hvernig farið er með slik orð. Sums
staðar koma fram prýðilega greinargóðar alfræðiskýringar sem svara vel kröfu lesand-
ans: hornaskinn(s)leikur „innileikur þar sem fjórir menn stóðu sinn í hverju horni og
köstuðu hráblautu skinni samanvöfðu milli sín en fimmti maður stóð inn í ferhyrn-
ingnum og reyndi að ná skinninu", stöðvunarvegalengd „sú vegalengd sem ökutæki fer
frá því ekill skynjar þörf á að snöggstansa og þar til það hefur stansað, viðbragðsvega-
lengd að viðbættri hemlunarvegalengd", brokk „tveggja spora gangur hesta, samtímis
stigið í vinstri afturfót og hægri framfót, síðan hægri afturfót og vinstri framfót". En það