Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Qupperneq 205
Ritdómar
203
notkunardæma. Þó eru samheitin býsna áleitin, og sums staðareru þau nánast látin ein
um skýringuna. Fn. hvaða hefur skýringarorðin „hvers konar, hvílíkur", að viðbættum
örstuttum notkunardæmum sem fremur sýna upphrópunarmerkingu orðsins en spurn-
armerkingu. Lýsing samtengingarinnar enda einkennist af samheitaskýringum. Merk-
ingarliðimir eru þrír, og fer minnst fyrir þeim sem er í miðið, en þar er engu að síður
um að ræða þá merkingu sem mest þer á í málinu. Henni eru gerð skil með þessum orð-
um: „líka, og, einnig: hann sagði mér það ekki e. stóð ég stutt við“. Um fn. sumttr er
höfð samheitaskýringin „nokkur, einhver", en nánari iýsing á hlutverki ásamt notkun-
ardæmum bætir nokkuð úr skák.
6.
Það er einkenni á skýringatilhögun OM að leitast er við að skýra hvert einasta upp-
flettiorð, og eru þá samsetningar sem hafa sjálfgefna merkingu út frá orðliðum sínum
engin undantekning. Þetta kemur stundum þannig fram að skýringar verða næsta
óþarfar: atferlisathugun „athugun á atfcrli", byggðaferð „ferð um byggðir", skólatölva
„tölva ætluð til notkunar í skóla“. Fyrir kemur að þessi viðleitni leiðist út í það að
samdar eru skýringar sem taka mið af orðmynduninni einni: bókabíll „bifreið sem flyt-
urbækur" (að viðbættri merkingunni „bifreið útbúin sérstaklega fyrir færanlega útláns-
deild bókasafns"), hálfviti „maður með hálft vit“ (að viðbættu skýringarorðinu „fá-
bjáni“), negrakoss „koss svertingja" (að viðbættum öðrum merkingarlið: „sérstök teg-
und af sælgæti"), mágkona „mágur sem er kona“. Skýringin á orðinu mágkona er
reyndar illa gölluð að því leyti að notkun skýringarorðsins mágur stangast á við sína
eigin skýringu í OM: „1 karlmaður þannig tengdur öðrum (karli eða konu) að hann er
bróðir maka hans (hennar) eða kvæntur systur hans (hennar)“. Sjálfgefnar skýringar er
einnig að finna þar sem orðasambönd eru til umræðu. í lýsingu so. ganga eru greindir
fjórir liðir í merkingu orðasambandsins ganga út þar sem fyrsti liðurinn hefur skýring-
una „fara út“, og við so. stíga er nefnt orðasambandið stigafram þar sem önnur tveggja
merkinga er sögð „ganga fram“.
Tekið er fram í formála OM-1 að reynt sé að hafa röð merkingarliða sem aðgengileg-
asta: „Yfirleitt er ekki hirt um að raða merkingum hvers orðs eftir aldri, heldur er reynt
að hafa röðina sem aðgengilegasta til að auðvelda mönnum leit“. Af þessu orðalagi má
reyndar skilja að ekki sé fullkomin regla á þessu atriði, enda kemur greinilega í ljós að
röð merkingarliðanna ræðst hvergi nærri alltaf af vægi þeirra. Hið orðsögulega sjónar-
mið er víða afskaplega áleitið, auk þess sem tillit til orðmyndunar segir til sín líkt því
sem lýst var hér áðan. So. spanna er lýst þannig: „/ mæla í spönnum. 2 spenna, þenja,
toga: 5. boga sinn. 3 fá, hljóta, öðlast. 4 ná eða taka yfir.“. No. aösúgur fær þessa lýs-
ingu: „1 aðstreymi lofts. 2 óvægileg krafa. 3 ákefð í fasi, fyrirgangur: aðsúgsmikUl fas-
mikill, hávær. 4 árás á e-n, aðför að e-m (helst af hálfu margra): gera aðsúg að e-m.
gera e-m aðsúg veitast að e-m, ráðast á e-n“. Við mannsmynd eru tvær merkingar til-
greindar: „1 mynd (ljósmynd) af manni. 2 mannslíki". Og no. byggðasafn er þannig
lýst: „/ sauðfé sem smalað er saman í byggð að haustlagi (og rekið til rétta). 2 það að
smala fé saman í byggð. 3 (héraðs)minjasafn: Byggðasafn Rangœinga“.
Það er umdeilanlegt að hve miklu leyti er tiltækilegt að lýsa orðum með samstofna
samsetningum, þ.e. með samsetningum af orðinu sjálfu sem að öðru jöfnu láta í ljós
þrengda merkingu orðsins sem lýsa skal. Hægt er að líta svo á að slíkar skýringar séu