Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 207
Ritdómar
205
liðnum (sjá t.d. so. brjótá). Sums staðar er svo ekkert tillit tekið til fylgiorða með sögn-
inni þegar skipt er í liði (sjá t.d. so. skipta). Segja má að lýsing sagnanna sé tiltölulega
regluleg þar sem sá mismunur sem fram kemur byggist að mestu á ólíkri fyrirferð. Hins
vegar er sá háttur sem hafður er á liðskiptingunni umdeilanlegur. Helsti veikleikinn er
sá að merkingarleg og setningarleg liðun birtast hlið við hlið þannig að hvor heftir aðra.
Merkingarþátturinn er þó ráðandi eins og sést m.a. af því að liðir með merkingarfyrir-
sögn eru hafðir fremst en setningarlegu Iiðirnir aftan við. Þetta fyrirkomulag bitnar sér-
staklega á lýsingu miðmyndar. Svo að aftur sé minnst á so. taka eru miðmynd hennar
gerð skil í svo sem þremur línum í A-lið, að því viðbættu sem fram kemur í B-lið um
notkun hennar með einstökum fylgiorðum. Það er því m.a. ekkert svigrúm til að nefna
ópersónulega notkun miðmyndar líkt og gert er um germynd, heldur verður að láta fá-
tækleg notkunardæmi nægja. í formála OM-1 er sú stefna boðuð að miðmynd og þol-
mynd sagnorða séu yfirleitt ekki skýrð „nema merking sé eitthvað önnur en búast má
við eftir germyndarmerkingu orðsins". Það er álitamál að hve miklu leyti miðmyndar-
notkun getur talist sjálfskýrð út frá germynd, en í almennum orðabókum er síst ástæða
til að oftreysta skilningi lesenda á því. Ýmis dæmi má nefna þar sem stiklað er á stóru í
lýsingu miðmyndar. Hér verður látið nægja að vísa til so. gera, en þar eru miðmyndinni
gerast gerð skil í næstaftasta lið fyrri hluta (A-liðar) í rúmlega þremur línum þar sem
getið er alls sjö merkingarafbrigða: „verða: hún geröist löt; breytast; þroskast; bera við,
koma fyrir; tíðkast: eins og (gengur og) gerist; tfara; *fremja: gerðist að deyja bjóst til
að deyja". Þess má geta að í OSBI er meira tillit tekið til miðmyndar og lýsingarhátta og
orðbálknum oft tvískipt þannig að germynd er höfð í fyrri hluta, en miðmynd og
lýsingarhættir í þeim síðari (sjá þar t.d. so. scekja).
í OM er litið framhjá áhrifsgildi og fallstjórn við lýsingu sagnorða, og er það í sjálfu
sér til einföldunar við flokkun og töluliðun. Hægt er að geta sér þess til að þessi ráða-
breytni eigi meðfram rót sína að rekja til þeirrar reynslu sem hlaust af slíkri flokkun í
OSBl, en þar hrærist hún iðulega saman við aðra flokkunarþætti svo að erfitt verðurað
henda reiður á lýsingunni. í OM eru þessir þættir látnir birtast í þeim notkunardæmum
sem fylgja skýringarorðunum svo að lesandinn verður að glöggva sig á þeim til að fá
yfirsýn um þessi atriði. Miðað við vægi merkingarþáttarins í OM er þessi tilhögun út af
fyrir sig rökrétt, en hér er engu að siður farið á mis við skýran og mikilvægan flokkunar-
þátt sem getur verið lesanda notadrjúgur til leiðsagnar um stóra og efnismikla orðbálka.
Ekki er hlaupið að því að merkingargreina og liðskipta þeim orðum sem mesta fjöl-
breytni sýna í merkingu og orðasamböndum og ekki augljóst hvaða aðferð á að beita,
enda er mismunandi háttur á hafður í orðabókum. í OM er þess gætt að halda fjölda
liða í skefjum og reyna heldur að fella saman í lið það sem saman gæti átt. Oft á þetta
betur við en að dreifa úr lýsingunni með fjölda smárra liða. En stundum hefur þessi
samþjöppun í för með sér að liðirnir eiga sér óljósan samnefnara og erfitt verður að
greiða úr þeim liðum sem blandaðastir eru að innihaldi. Því er t.d. ekki að treysta að
hægt sé að ganga að aðalskýringarorðum eða yfirskrift hvers liðar í upphafi hans, heldur
geta komið fram ný skýringarorð aftar í liðnum sem hafa engu minna gildi og afmarka í
rauninni nýtt merkingarafbrigði. Skýrt dæmi um þetta má sjá í lýsingu so. ráða. I
öðrum lið er fremsta skýringarorðið „útkljá", en aftar í liðnum koma, afmörkuð með
semíkommu, skýringarorðin „leysa úr“; „lesa“; „ákveða, ákvarða"; „vista“, hvert með
sínum orðasamböndum og notkunardæmum, auk orðasambanda sem krefjast eigin