Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 207

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 207
Ritdómar 205 liðnum (sjá t.d. so. brjótá). Sums staðar er svo ekkert tillit tekið til fylgiorða með sögn- inni þegar skipt er í liði (sjá t.d. so. skipta). Segja má að lýsing sagnanna sé tiltölulega regluleg þar sem sá mismunur sem fram kemur byggist að mestu á ólíkri fyrirferð. Hins vegar er sá háttur sem hafður er á liðskiptingunni umdeilanlegur. Helsti veikleikinn er sá að merkingarleg og setningarleg liðun birtast hlið við hlið þannig að hvor heftir aðra. Merkingarþátturinn er þó ráðandi eins og sést m.a. af því að liðir með merkingarfyrir- sögn eru hafðir fremst en setningarlegu Iiðirnir aftan við. Þetta fyrirkomulag bitnar sér- staklega á lýsingu miðmyndar. Svo að aftur sé minnst á so. taka eru miðmynd hennar gerð skil í svo sem þremur línum í A-lið, að því viðbættu sem fram kemur í B-lið um notkun hennar með einstökum fylgiorðum. Það er því m.a. ekkert svigrúm til að nefna ópersónulega notkun miðmyndar líkt og gert er um germynd, heldur verður að láta fá- tækleg notkunardæmi nægja. í formála OM-1 er sú stefna boðuð að miðmynd og þol- mynd sagnorða séu yfirleitt ekki skýrð „nema merking sé eitthvað önnur en búast má við eftir germyndarmerkingu orðsins". Það er álitamál að hve miklu leyti miðmyndar- notkun getur talist sjálfskýrð út frá germynd, en í almennum orðabókum er síst ástæða til að oftreysta skilningi lesenda á því. Ýmis dæmi má nefna þar sem stiklað er á stóru í lýsingu miðmyndar. Hér verður látið nægja að vísa til so. gera, en þar eru miðmyndinni gerast gerð skil í næstaftasta lið fyrri hluta (A-liðar) í rúmlega þremur línum þar sem getið er alls sjö merkingarafbrigða: „verða: hún geröist löt; breytast; þroskast; bera við, koma fyrir; tíðkast: eins og (gengur og) gerist; tfara; *fremja: gerðist að deyja bjóst til að deyja". Þess má geta að í OSBI er meira tillit tekið til miðmyndar og lýsingarhátta og orðbálknum oft tvískipt þannig að germynd er höfð í fyrri hluta, en miðmynd og lýsingarhættir í þeim síðari (sjá þar t.d. so. scekja). í OM er litið framhjá áhrifsgildi og fallstjórn við lýsingu sagnorða, og er það í sjálfu sér til einföldunar við flokkun og töluliðun. Hægt er að geta sér þess til að þessi ráða- breytni eigi meðfram rót sína að rekja til þeirrar reynslu sem hlaust af slíkri flokkun í OSBl, en þar hrærist hún iðulega saman við aðra flokkunarþætti svo að erfitt verðurað henda reiður á lýsingunni. í OM eru þessir þættir látnir birtast í þeim notkunardæmum sem fylgja skýringarorðunum svo að lesandinn verður að glöggva sig á þeim til að fá yfirsýn um þessi atriði. Miðað við vægi merkingarþáttarins í OM er þessi tilhögun út af fyrir sig rökrétt, en hér er engu að siður farið á mis við skýran og mikilvægan flokkunar- þátt sem getur verið lesanda notadrjúgur til leiðsagnar um stóra og efnismikla orðbálka. Ekki er hlaupið að því að merkingargreina og liðskipta þeim orðum sem mesta fjöl- breytni sýna í merkingu og orðasamböndum og ekki augljóst hvaða aðferð á að beita, enda er mismunandi háttur á hafður í orðabókum. í OM er þess gætt að halda fjölda liða í skefjum og reyna heldur að fella saman í lið það sem saman gæti átt. Oft á þetta betur við en að dreifa úr lýsingunni með fjölda smárra liða. En stundum hefur þessi samþjöppun í för með sér að liðirnir eiga sér óljósan samnefnara og erfitt verður að greiða úr þeim liðum sem blandaðastir eru að innihaldi. Því er t.d. ekki að treysta að hægt sé að ganga að aðalskýringarorðum eða yfirskrift hvers liðar í upphafi hans, heldur geta komið fram ný skýringarorð aftar í liðnum sem hafa engu minna gildi og afmarka í rauninni nýtt merkingarafbrigði. Skýrt dæmi um þetta má sjá í lýsingu so. ráða. I öðrum lið er fremsta skýringarorðið „útkljá", en aftar í liðnum koma, afmörkuð með semíkommu, skýringarorðin „leysa úr“; „lesa“; „ákveða, ákvarða"; „vista“, hvert með sínum orðasamböndum og notkunardæmum, auk orðasambanda sem krefjast eigin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.