Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 208

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 208
206 Rildómar skýringa. En þegar liðir eru ósamstæðir er yfirleitt reynt að finna þeim einhverja yfir- skrift sem vísar til notkunar eða merkingar, t.d. „í ýmsum meira og minna föstum sam- böndum" (sjá so. bera), „ýmsar afleiddar merkingar í föstum samböndum" (sjá no.fót- ur), „í ýmsum merkingum" (sjá lo. góður), „í ýmsum samböndum“ (sjá so. slá). Oftast er samnefnari slíkra liða þó táknið # („afleidd eða huglæg merking") (sjá t.d. so. leiða, no. land, no. nef so. skera). Það gefur að skilja að erfitt getur verið að rata um slíka liði þar sem hvert orðasambandið og notkunardæmið rekur annað með stuttum skýringar- innskotum. Víða hafa orðaskýringar verið auknar og endurbættar í OM-2. Tilfærslur hafa orðið milli liða, mörk liðanna hafa hnikast til, og ný merkingarafbrigði ásamt fjölda orða- sambanda hafa bæst við. Þegar einstök orð, t.d. ýmsar fyrirferðarmiklar sagnir, eru borin saman við OM-1 kemur greinilega fram að sums staðar er um verulega aukn- ingu að ræða. En þrátt fyrir þessar breytingar er hvergi hróflað við þeim grundvelli sem lagður er að gerð skýringanna í OM-1. 7. Eins og fram kemur í heiti OM er bókin samin með þarfir skólafólks í huga, og margt í efnistökum og framsetningu bókarinnar ber með sér að henni er ætlað ákveðið mál- uppeldislegt hlutverk. í tvo áratugi hefur OM verið mikilvægasta uppsláttar- og stuðn- ingsrit skólanema, ekki aðeins í eiginlegu íslenskunámi, heldur einnig við önnur tækifæri þar sem reynir á kunnáttu og leikni í meðferð móðurmálsins. Enginn vafi er á því að bókin hefur komið mörgum að góðu gagni, enda hefur hún margt að geyma sem orðabók er gjarnan ætlað að fræða lesendur sína um. En jafnframt ber að hafa í huga að engum öðrum almennum alíslenskum orðabókum er til að dreifa svo að OM hlýtur mjög að hafa mótað viðhorf manna til slíkra orðabóka og um Ieið tamið menn við þær notkunarvenjur sem hæfðu henni best. Líklegt er að hinn sögulegi þáttur bókarinnar verði mörgum notadrýgstur, sú vitneskja sem sækja má til hennar um upp- runalega merkingu orða svo og orðtök og orðasambönd sem bundin eru eldra máli og eldri lífsháttum. Margs konar önnur not koma vissulega til greina. Hægt er að glöggva sig á mörgum vandmeðförnum orðasamböndum, samheiti er viða að finna, og bókin getur hæglega verið til leiðbeiningar um stafsetningu og beygingu orða. í orðalýsingum OM er saman komin mikil orðsaga sem eflaust getur vakið áhuga les- enda, og tengsl eldra og yngra máls er ein meginuppistaðan í framsetningu bókarinnar. Það mat sem fram kemur á gildi og nothæfi orðanna á sér einnig að miklu leyti málsögulegar forsendur (sérstaklega að því er varðar tökuorð frá ýmsum tímum). Til þess að skjóta stoðum undir þennan þátt væri nauðsynlegt að birta yfirlit um sögu og þróun orðaforðans í bókinni. Slíkt yfirlit er því miður ekki að finna, og sú stutta grein- argerð sem höfð er um fornmál og nýmál fremst í bókinni hefur aðeins að geyma nokkra drætti í sögu hljóð- og beygingakerfis málsins auk athugasemda um stafsetn- ingu. í annan stað væri stórgagnlegt að birta ítarlega lýsingu á beygingakerfinu þar sem greindir væru beygingarflokkar einstakra orðflokka samfara því að beygingarsnið hvers uppflettiorðs væri sýnt með vísun til slíkrar lýsingar. Sú beygingarlýsing sem höfð er á uppflettiorðunum í OM er ekki fullnægjandi þar sem aðeins er getið fáeinna kennimynda og þar með litið framhjá beygingarmyndum sem oftlega geta verið óljósar eða á reiki (t.d. þgf. et. sterkra karlkynsnafnorða, ef. fit. veikra kvenkynsnafnorða o.fi.).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.