Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Síða 3

Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Síða 3
ISLENSKT SKAK13LAÍ), útoefandi : SKÁKSAMBAND ÍSLANDS, akuheybi. I. árg. Akuregri 15. desember 1925. 3. hefti. W ILHE L, M S T E I N I T Z . 8KÁKIIE1MSME1STAEI 1800--1H0-1, Árið 1862 var háð annað alheimsskákþingið í Lundúnum og þangað boðið öllum mestu skákmeisturum, er þá voru uppi. Um það leyti skaraði fram úr öllum, meistarinn þýski, Adolf Andersen. Hlaut hann og á þessu skákþingi 1. verðlaun og var með því aft- ur álitinn mesti skákmaður heimsins, því að P. Morphy hafði þá algerlega dregið sig í hlje. Á skákþingi þessu mætti lítt þektur skák- maður, Wilhelm Steinitz að nafni, frá Vínarborg. Höfðu landar hans, Austurríkismenn, kosið hann til þess að mæta á skákþinginu, þar sem þeir töldu hann bestan sinna skákmanna. Á skákþingi þessu náði Steinitz að vísu aðeins 6. verðlaunum. En ærna eftirtekt vakti hann á sjer og gaf þegar von um, — er síðar rættist, — að hjer væri verulegur skáksnillingur kominn fram á sjónarsviðið. Wilhelm Steinitz er fæddur í Prag 14. maí 1836 (»Nordisk Skak- tidende«, I. árg. 1873, telja fæðingardag hans 18. maí 1837). Þegar í barnaskóla kvað mjög að stærðfræðisgáfu lians. Árið 1858 byrj- aði hann nám í alfræðiháskólanum í Vínarborg, en lók þá þegar að þjást af augnveiki og bijóstveiki. Um 1860 hætti Steinitz námi og tók fyrir blaðamensku. Pegar í æsku skaraði Steinitz fram úr skákmönnum í Prag. Var um þetta leyti mikill áhugi á skák í Austurríki og tók Steinitz jafn- an mikinn þátt í skáklífi landa sinna meðan hann dvaldist þar. Hngur að aldri vakti hann eftirtekt mikla á sjer með því að máta í blindskák 2 eíldustu skákmennina í skákfjelagi Vínarborgar. For- niaður, sem sat að tafli, spurði Steinitz að því, hvort hann kynni nokkuð verulega að tefla skák. »0-jæja,« mælti Steinitz og bætti við: »Jeg get líLaa teflt blindandi.« Samstundis buðust til að tefla við liann blindandi þektur skáktneistari, N. Falkbeer, og annar ónefndur meistari og hugðust að bæla gortið í spjátrung þessum. En þeir komust brátt að raun um, að þeir yrðu að gæta sín, enda fóru leikar svo, að Steinitz mátaði báða. Eftir það sóttust skák- menn um það, að fá að tefla við hann. Jafnframt blaðamenskunni iðkaði Steinitz mjög skák, og varð hún

x

Íslenskt skákblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.