Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Side 22

Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Side 22
44 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ gætu sótt Er því þessi leið, ritsímaskákirnar, hin eina til þess að gefa þessum skákmönnuin kost að reyna sig hver við annan, þótt ekki sje þar með lögð stika á skákstyrk hvers um sig, eins og hægt er að gera á skákþingi. Á Landsími íslands hjer óskoraðan heiður og þökk fyrir velvild þá og góðfýsi, er hann sýnir skákfje- lögum og Skáksambandinu með því, að lána símann ókeypis til þessara afnota. — Fer hjer á eftir frásögn um ritsímaskákir þessar og úrslit þeirra á hverjum stað: Aðfaranótt 29. desember síðastl. 2. og 3. flokkur í Skákfjelagi Akureyrar gegn Skákfjelagi Siglfirðinga. Teflendur 11. Úrslit: Sigl* firðingar 6'Á, Akureyringar 41/2 vinning. Aðfaranótt 16. janúar síðastl. 2. og 3. fl. í Skákfjelagi Akureyrar gegn Skákfjelagi Húsavíkur. Teflendur 12. Úrslit: Húsvíkingar 61/2, Akureyringar 51/2 vinning. Aðfaranótt 22. janúar síðastl. Taflfjelag Gagnfræðaskólans á Akureyri gegn Skákfjelagi Húsavíkur. Teflendur 16. Úrslit: Gagn- fræðaskólinn 10, Húsavík 6 vinninga. Aðfaranótt 6. febrúar síðastl. 2. fl. og 2 úr 1. fl. í Skákfjelagi Akureyrar gegn Taflfjelagi Hvammstanga. Teflendur 10. Úrslit: Skákfjelag Akureyrar 5 ‘A, Hvammstangi 41/'2 vinning. Aðfaranótt 13. febrúar síðastl. Hvammstangi gegn Blönduósi. Teflendur 12. Úrslit: Hvammstangi 81/2, Blönduós 3V* vinning. Hefir Skákblaðinu verið skrifað af Blönduósi, að nokkrir bestu skák- menn þeirra hafi verið fjarverandi og ekki getað tekið þátt í kapp- skákunum. Síðar hefir Blönduós skorað á Hvammstanga til nýrrar viðureignar, með efldasta liði sínu, en Hvammstangi skorast undan. Virðist sem nokkur kurr hafi risið út af þessu milli fjelaganna. Vonar Skákblaðið, að fjelögin jafni með sjer ýfingarnar og taki karlmannlega og í bróðerni saman aftur í kappskák. Aðfaranótt 14. febrúar síðastl. 2. og 3. fl. í Skákfjelagi Akur- eyrar gegn Skákfjelagi Eskifjarðar. Teflendur 12. Úrslit: Akureyr- ingar 81/2, Eskfirðingar 31/* vinning. Aðfaranótt 27. febrúar síðastl. hin árlega símaskák milli Reykja- víkur og Akureyrar. Teflendur 10. Úrslit: Reykjavík 6, Akureyri 4 vinninga. Veittu 4 úr Skákfjelagi Hörgdæla Akureyringum lið- veislu í þessari símskák og sýndu þar, hve góðum skákmönn- utn það fjelag hefir á að skipa, þar sem þeir töpuðu engri skák, en við 1. fl. menn Reykvíkinga að eiga. Er þetta því lofsamlegra, sem fjelag þeirra starfar í afdalasveit. Einn af teflendum Skákfjelags Akureyrar var 2. fl. maður.

x

Íslenskt skákblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.