Eining - 01.06.1949, Qupperneq 2

Eining - 01.06.1949, Qupperneq 2
2 EINING » Stúdentagarðurinn nýi. Stúdentagarðurinn gamli. jók háskólinn starfsemi sína til mikilla muna. Hér er ekki rúm til þess að rekja ná- kvæmlega þróunarferil háskólans. A fyrsta starfsári hans voru fastir kennarar 11, aukakennarar 10, en stúdentar 45. Nú eru stúdentar um 550, en fastir kenn- arar 27 og 29 aukakennarar og stunda- kennarar. Á árunum 1911—1940 háði allur að- búnaður eðlilegri þróun, eins og áður er getið. Stúdentum fjölgaði þó jafnt og þétt, kennaraliðið var aukið, eftir því sem þörf krafðist og auðið var. Með sam- bandslögunum 1918 var stofnaður nýr sjóður við háskólann, Sáttmálasjóður, og var stofnfé hans ein milljón króna. Hefur sá sjóður komið háskólanum, kandídöt- um og íslenzkri vísindastarfsemi að ó- metanlegu gagni. Þegar verðfall pen- inga varð óhjákvæmilegt í upphafi síð- asta ófriðar, veitti bæjarstjórn Reykja- víkur sjóðnum leyfi til rekstrar kvik- myndahúss. Eru eignir sjóðsins nú á fjórðu milljón. Síðan 1940 hefur orðið margháttuð aukning á starfsemi háskólans. Þá lokuð- ust stúdentum venjulegar námsleiðir er- lendis, svo að til vandræða horfði. Til þess að bæta úr þessu var komið á fót kennslu í verkfræði haustið 1940, og skyldu kenndar einungis námsgreinar til fyrra hluta prófs. Reyndist nauðsynlegt að halda síðan kennslunni áfram til fullnaðarprófs, en sú kennsla var lögð niður eftir ófriðarlok, og er nú einungis kennt til fyrra hluta prófsins, en nemend- ur leita síðan til erlendra háskóla til fullnaðarnáms. Fyrst í stað voru stunda- kennarar einir við kennsluna, en 1944 var síofnuð ný deild við háskólann, verk- fræðisdeild, með 3 föstum kennurum. Kennsla í viðskiptafræðum var tekin upp haustið 1941 í lagadeild. I heimspekideild hefur verið tekin upp kennsla í ýmsum málum, dönsku, ensku, frönsku, norsku, sænsku, þýzku, og geta nemendur lokið prófi í þessum greinum (B. A. próf). Þá verður næstkomandi haust tekin upp kennsla í uppeldis- og kennslufræðum. Skylt er stúdentum að stunda leik- fimi og sund tvö fyrstu námsárin, og hefur í því skyni verið reist íþróttahús á háskólalóðinni, stærsta leikfimishús á landinu og vel búið íþróttatækjum. Tveir stúdentagarðar hafa verið reist- ir fyrir forgöngu kennara og stúdenta, og eru þar herbergi fyrir um 100 stúd- enta. Þar er og matsala. Garðarnir eru sjálfseignarstofnun, en reistir fyrir sam- skotafé, með aðstoð ríkissjóðs og bæjar- og sveitarfélaga. Þótt háskólinn okkar sé lítill og marg- ir hafi í öndverðu efazt um, að ekki stærri þjóð en íslendingar gætu risið undir slíkri stofnun, þá mun enginn neita því, að síofnun hans var heillaspor. Þjóðin hefur mikið á sig lagt í fjárveitingum til háskólans, en hún hefur einnig vaxið af honum. Hún hefur sýnt, að hún á mann- val til þess að skipa vandasamar kenn- arastöður og að hér eru innt af hendi vísindastörf, sem eru henni til sóma. Há- skólinn hefur þegar markað djúp spor í þjóðlífinu. Flestir embættismenn þjóð- arinnar og aðrir menntamenn hafa num- ið í háskólanum, áhrifa hans kennir hvarvetna. Miklar vonir voru í upphafi við háskólann tengdar, og mun varla verða sagt með sanni, að hann hafi brugðizt þeim. Engin fyrirmynd Málgagn sænskra bannmanna, Veto, bendir á, að ástæðulaust sé að taka áfengismál Dana til fyrirmyndar, því að þau séu engin fyrirmynd. Á síðastliðn- um 10 árum hafi áfengisneyzla þeirra aukizt um 25%. Ágóði ríkisins af áfeng- íssölunni hafi aukizt um 400%, umferða- slys af völdum áfengisneyzlu hafi verið 454 árið 1938, en 1946 hafi þau orðið 665, aðeins í Kaupmannahöfn séu 20 þúsund áfengissjúklingar, sem þarfnist læknisumönnunar. Þessar staðreyndir sýna, að þeir menn, sem þykjast vera að leiðbeina okkur bindindismönnum, og vitna þá oft í ,,fyr- irmyndar“-drykkjuskap Dana, vita svo lítið um hið sanna og rétta, að ef þeir vissu, hve lítið þeir vita um þessi mál, mundu þeir telja það henta sóma sínum bezt, að segja ekki neitt. En vanþekk- ingin er sjaldan spör á tilsagnir. r i 4- Atvinnudeild háslcólans. Iþróttáhús háskólans.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.