Reykvíkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 10

Reykvíkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 10
362 REYÍVIKINQUR irni'r og gullsmiðurinn ætlaöi að fara að láta kassann með þeim niður aftur, tók hann eftir að dýrasta hrimginn vantaöi. Hann flýtti sér fram fyrir búðarborðið til þess að konurnar kæmust ekki út, og sagði svo að þcnnan hring vantaði. „Við skulum leita að honum og óg verð að biðja ykkur að vera hérna inna þar til hann finst." Að því mæltu aflokaði hann búðinni. Konumar brugðust illa við og spurðu hvo»rt hann kanm ske héldi að þær hefðu stolið hringn- um. Nei, mikil ósköp, honum datt ekki einu sinni í hug að gruna þær, en þetta væri leiðinlegt fyr^ ir þær lília, og ætlaði hann því að hringja til lögreglunnar, svo hægt væri að leita á þeim og þær gætu farið án þess að grunur lægi. á þeim að þær væru valdar að hvarfi hringsins. Tók hann þá eftir að annari konunni féllust hendúr. „Það er bezt að leita einu sinni tii á gólfinu," sagðí gullsmið- úrinn. „Hvað er nú þetta, hérna hjá töskunni minni,“ sagði þá önnur konan. Gullsmiðurinn reisir sig upp og þarna á búðarborðsglerinu, þar sem ekki lá nokkur hlutur nokkr- um augnablikum áður, lá nú bæði kventaska og — hringurinn sem vantaði! Fólk, sem kemur til þess að stela, er oftast auðþekt úr, segir sami guílsmiður, því það er svo mikið fum á því. Það er aldr- ei kyrt með hendurnar, og rót- ar öllu til. Annars er mér kunn- ugt um að búðarþjófnaður er framinn hjá fleirum en okkur gullsmiðunum, þó hann sé einna auðveldastur hjá okkur. Kaupmaður einn hér í borginni tók eftir því að peningar hurfu úr skúffunni hjá hoirum. Furðaði hann mikið á þessu, því búðar- mennirnir, sem voru hjá honum, voru búnir að vera lengi hjá honum, og hafði aldrei áður fall- ið neinn grunur á þá. Ekki gat hann þessa við búðar- mennina, en það leið mánuður eftir mánuð, án þess að hainm yrði þess vísari hvernig pening' arnir hyrfu. Svo loks komst hann að því- Það var maður sem oft kom • búðina og sat á viðræðum við búðarmennina þegar lítið var að gera, en stundum kom til þ®3S að fá að síma, sem var valdur að peningahvarfinu. Kom hann helzt um matmáls- tíma, þegar ekki var nema einn maður í búðinni við afgreiðslu. Fékk hann þá að síma og komst þannig inn fyrir borð; sætti svo

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.