Reykvíkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 26

Reykvíkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 26
REYKVÍKINGUR :378 Barnsstuldur. í Ungverjalandi bar það.við, fyjir ellefu árum, að það livarf sjö ára gömul stúlka, dóttir manns er Fazeka hét. Hún fór að heim- an til pess að fara í barnaskól- ann, og sázt til hennar að hún iiélt þá leið, sem liún var vön að fara, en í skólann kom hún ekki. Var haldið að hún kynni að hafa ráfað eitthvað út af voginum og var alt héraðið rannsakað, en það sázt hvergi neitt er gæti bent á, hvað orðið hefði af henni. Fór svo að lokum, að flestir á- litu að hún hefði verið myrt. En um daginn kemur 18 ára gömul stúlka til Fazekashjón- anna, og segist vera dóttir þeirra; þurfti ekki að segja þeim það nema einu sinni, því enda þótt ellefu ár væru liðin síðan þau höfðu séð hana og hún væri eðlilega orðin mikið breytt, þá þektu þau hana auðveldlega aft- ur. Hafði dóttirin einkennilega sögu að segja. Daginn, sem hún livarí', hafði kona ein komið ak- andi í vagni, sömu leiðina og hún var að halda, ogboðiðhenni að sitja í vagninuin. En þegar hún var sezt upp til hennar, sagði konan henni að hún væri móðir hennar; liún hefði átt hana áður en hún giftist, en koinið henni fyrir hjá Fazeka-fólkinu. En nú vildi hún að hún kærni heim með sér; en af því að Fa- zekas hjónunum þætti vænt uw hana, mundu þau ekki viljasleppa henni með góðu. Telpan fór að gráta, en móðir hennar, sem sagð' ist vera, var afar góð við hana, og huggaðist hún lljótt, með þvl líka hún trúði því líka að þetta væri hin rétta mamma sín. En kona þessi, sem tók barU' ið var kona eínaðs bónda C1 átti heima í fremur afskektu her aði, og var meira en dagleið þangað. Hafði konan sem stal henni, aldrei séð hana fyr e’' þarna á veginum, er hún tók hana úpp í vagninn til sín, 011 hún hafði fljótt upp úr telpunni nafn foreldra hennar og annað henni viðvíkjandi, svo hún ga*' talað eins og hún þekti það ab Ekki er vitað með vissu hvað konxmni kom til með þessu. Sum part mun hún hafa viljað eigu ast fósturbarn, en aðalorsöki’J mun hafa verið misklíð milh hennar og manns hennar, út a því að hún gæti ekki átt barn, hafði hún sagt honum að hún hefði átt barn áður en þau gi^ ust og þar með afsannað það, a það væri henni að kenna að ÞaU hefðu ekki eignast neitt barn- En í Ungverjalandi er víða enn

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.