Reykvíkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 22

Reykvíkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 22
314 REYKVIKINGUR Sonja. (Lausi. pýtt.) Fangagarð:nn klæðir kyrðin tóma, er kalinn liggur undir vetrarsnjá. w5nemma morguns heyrist klukkan hljóma, og hlýjar dagsins stundir byrja þá. Um fangann nr. 17 sveipast friður, hann svívirtur og fyrirlitinn er. Hún veröld gamla vægðar eng- um bíður. Og víða hugann langar nætur ber. Sonja! Sonja! brúnaljósin barstu, brenna þau og nísta huga minn. Minna hjartans drauina drotning varstú, dauðans til því er ég þinn. Sonja! Sonja! hvert liggja þinar (eiðir, ljúft þú brosir eins og sólgeislinn. Þú sem líf mitt eyddir yndi. Ó! ég bölva þér, þar til gröfin gefur hvíldir mér. Þitt mál var lýgi er ég áður trúði, og ást ég meiri en nokkur til þín bar. Ég leit þín augu ljúfa hjartans brúði, ,og Jesa þóttist ást og trygðir þar. Eitt kvöld ég sá þig vafði blítt að.barmi, minn besti vinur sælli ástar mund. Og þá ég æddi fram í heift og Iiarmi, og hann ég myrti þar á sömu stund. Sonja! Sonja! o. s. frv. Aldrei geislinn gyllir mína rúðu, hans glóð ei nær í fangahúsið Inn. Þar meiga' ei skína morgunljósin prúðu. ég man ei hvar ég leit þau hinsta sinn, ég veit ei hvar þú ert með óskir þínar, en oft ég spyr hvort gleymt þú hafir mér. Og þegar nóttn svæfir sorgir mínar, í sælum draumi leita ég að þér. Sonja! Sonja! o. s. frv. K. Ö. __ Fjórir franskir ferðamenn reyndu um daginn að klifra upp fjallið Breithorn í Sviss, en höfðu engan mann með sér. Þegar þeir áttu eftit 50 metra komust þelr í sjálfheldu; hra|)aði þá sá er fyrst- ur gekk og dró tvo aðra með sér, en þeir höfðu kaðal bund- inn milli sín. Fjórði maðurino var ekki bundinn, en hrapaði þegur hann fór að reyna að komast niður aftur. ORIN BEZT HJA GUÐNA- ÚRIN ODYRUST HJA GUÐNA KAUPIÐ OR HJA GUÐNA.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.