Reykvíkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 16

Reykvíkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 16
368 REYKVIKINGUR „Baðið? Já, jú, gerið það," sagði hann hægt, og augu hans breyttu dálítið útlití og það færðist roðí f kinnar hans. „Jæja, Said," sagði hann og horfði á Soames frá hvirflj til ilja, „bíðum nú við, hver sögðust þér vera ?“ „Lúkas, herra." „Æ, já,“ sagði maðurinn, það var auðséð að hann skammaðist sín, „þér eruð nýr maður hér?" „Já, herra. Á ég að gera yður baðið?" „Já, þakka yður. Það er mið- vikudagsmorgun núna? Er það ekki ?“ „Jú, það er miðvíkudagsmorg- un.“ „Og þér sögðust heita?" „Lúkas,“ sagði Soames og fór að gera baðið. Meira. — Fyrir tveim árum kom út tilskfpun um að öll nöfn á norsk- um landabréfum ættu að vera bæði á Norsku og Ný-Norsku. En þetta hefir reynst illa, því það gerir landabréfin ógreinileg. Nú hefir verið ákveðið að nöfnin á landabréfunum yrðu framvegis eingöngu á Ný-Norsku (eða lands- máiinu öðru nafni) Elgsdýrin éta eldspítna- viðinn. Eldspítnaverksmiðjan í Vester- Vik í Svíþjóð hefir stungið upp á því við landsstjómina, að hún leyfi að elgsdýr séu drepin sex daga á ári í Kalmarléni. Elgsdýr hafa nú verið friðuð í þrjú ár, og heftr að sögn fjölgað mikið, en eftir því sem eldspítna- verksmiðjueigendumír segja, þá hafa elgirnir eytt öspínnd, sem verksmiðjan hefir látið- platnfa á landeignum sínum, jafnótt og plantað hefir verið (en það er ösp, sem höfð er í eldspítur). Segja eigendur verksmiðjunnar, að ef ekki verði breyting á þessu \'erði þeir að hætta við að rækta ösk og kaupa viðinn frá útlönd- um. Sólskin í Englandi. Óvenjumikið sólskin hefir veri® í Englandi undanfarið. í vikunini. sem endaði 14. júlí, voru 90 sól- skinsstundir í Lundúnum, 011 sumstaðar á suðurströndinmi urðu þær 95, eða 13 til 14 á dag, sem er mikið, þar eð dagurinn er tolu- vert styttri þar en hér, þ. e. stundir um miðjan júlí. Hefir ekki

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.