Reykvíkingur - 08.08.1928, Blaðsíða 10

Reykvíkingur - 08.08.1928, Blaðsíða 10
304 REYK VIKINGUR vinum yðar. Þið gefið þeim gjafir við ýms tækifæri, en það er skemtilegra fyriir þá, og sérstaklega skemtilegra fyrir ykkur, að hafa gjafirnar góðar. Það er sama hvort pið ætlið að gefa tíu krónu hlut eða hundrað krónu hlut, hafið jrið hann góðan, og tii pess að vera viss um að hann sé það, pá k'iupið liann hjá Guðna A. Jónssyni, Austurstræti 1, því [>ar er altaf á boðstól- um aragrúi af úrvalsmunum, sem heppilegir eru til gjafa. Kaupið veggklukku handa afa, vekjaraklukku handa vinnukonunni, vasa- úr úr silfri lianda vinnumanininum, en úr nikkel handa stráknum þar til hann fermist, og armbandsúr handa frúnni og mágkon- unum (hvergi meira úrval af smekklegum og vönduðum arjn- bandsúrum A Norðurlöndum og þó víðar sé farið). Ýmiskonar gullvörur eru einkar hentugar til gjafa. Handa meyjunum: armbönd, armhringar, eyrnalokkar, hálsmen og háls' festar, en handa karlmönnum brjósthnappar, háxgreiður, vasa- hnlfar, vindlingahylki, tóbaksdósir og blýantar. Handa þeim er unnast leynflega: vinasnúrur og perlubönd, en giidir gullhring' ar handa þeim, sem ekki þurfa lengur að leyna heiminn ást sinnL Til brúðkaupsgjafa og silfurbrúðkaupsgjafa og til gullbrúð- kaupsgjafa: fjölbreytt úrval af silfurborðbúnaði, ávaxtaská’um. kökufötum, brauðbökkum o. s. frv. Góður sjónauki er verulega góð gjöf. Og þeir sem sjónauka vilja gefa, sér eða öðrum, fá þá betri fyrir sama verð hjá Guðná en annarsstaðar. f>að er gott að muna að það er hjá Guðna að bezt er uð verzla, þeir segja það allir sem reynt hafa, hjá honum Guðna A. Jónssyni, Austurstræti 1.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.