Reykvíkingur - 08.03.1929, Síða 16

Reykvíkingur - 08.03.1929, Síða 16
64 RBYKVÍ KINGUR Síðar fór hainn margar ferðir til AustuTlanda, aðaliega til þess að Btu'nida þar forufræði, og var hann við fom.menjagröft í Karkemish þegar ófriðurinn mikii skall á. Bauð hann sig þá til herþjón- ustu í liði Breta í Egyptalandi, en það var eklki þegið, því, hann var ekki álitinn nógu hermann- iega vaxinn — hann er með minstu mönnum vexti, ekki nema um 160 cm. og fremur grann- vaxinn, Sökum þess hve kunn- ugur hann var i Sýrlandi, Meso- pótamíu og Arabíu, og hve vel hann var að sér í arabisku,, komst hann samt í fréttadeild brezka hersins á Egyptalandi. Leið svo til þess er fregn kom um það að arabiski höfðinginn í Mekka, Hú&sein, hefði gert upp- reist gegn Tyrkjum, en þetta var 1916. Fór Lawrence þá með brezkri sendlsveit til Hússeins, hins nýja konungs, og gerðist honum fljótt handgenginn. Ferð- aðist hann hú dulbúimn milli Ara- ba-kynhvíslanna, og, eggjaði til saineiginlegrar mótstöðu gegn Tyrkjum, og óx þá fljótt uppreist- arherinn, en þess á milli var hann í hinum mestu svaðilförum, stund- um með fámennan hóp við að sprengja járnbrautarlestir eða brýr fyrir Tyrkjum, en stundum fór hann dulbúinn inn í herbúðir þeirra til þess að njósna, og það þó Tyrkir að lokum hefðu sétt 50 þús. sterlingspund (yfir mi-llj- ón króna) til höfuðs honum. Að lokurn náði hann Damaskus undan Tyrkjum, en brezka stjórn- in var áður leynilega búim að semja við frönsku stjórnina um að Frakkar stjórnuðu Sýrlandi, og mislikaði Lawrence það mjög. Brezka stjórnin bauð honuin her- foringjatign og lávarðs-nafmbót, en hann vildi hvorugt þiggja. Fór hann heim til Englands, en hvarf þaðan skömmu síðar og vissi enginn hvert, en sagt var að hann hefði farið sem óbreyttur liðs- maður undir röngu nafni í her Breta á landamærum Indlands og Afghanistan, og vildu margir kenna áhrifum hans uppreist'na gegn Amanullah konungi. Verð- ur síðar hér í blaðimu sagt frá nokkrum af æfintýrum Lawran- ce í Arabíu. — Komist hafa fjársvik upp um franskan, forstjóra að nafni Mar- cel Meurisse í París. Hefur bann sviksamlega dregið sér 40 mfflj. franka, en það sem mestum tið- indum þykir sæta, er það að liann er ekki nema 27 ára gamall. Kalla frönsku blöðin hann Benjam'n fjársvikaranna.

x

Reykvíkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.