Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 2
Ágætu lesendur.
Mikið og margt hefur verið sagt um okkur konur,
bœði nú til dags og áðurfyrr. Um það, hvurt eðli okkar
sé eða skuli vera, um það, hvurt útlit okkar ogyfirbragð
ætti að vera, um það, hvaða verk við vinnum best eða
œttum að vinna.
En fæst af þessu öllu hefur þó verið sagt af okkur
sjálfum. Aðrir hafa áskilið sér réttinn til þess. Okkar
eigin hugmyndir hafa grafist undir dómum og fyrirmœl-
um annarra. Pað hlýtur að vera okkar fyrsta verkefni að
draga þær upp úr öskustónni; hlusta hver á aðra, tala
saman — greina okkar eigin hugmyndir um sjálfar okk-
ur frá hugmyndum annarra, þeim, sem okkur hefur
verið talin trú um að séu þær réttu.
VERA setur sér það markmið ofar öðru að geta orðið
sá vettvangur, þarsem við getum allar lagt orð í belg. Par
sem við getum leyft okkur að efast um gildi og réttmœti
ríkjandi viðhorfa. Með því að hrekja svör og vekja nýjar
spurningar. Með því að krefjast frelsis til að skilgreina
okkur sjálfar og notfæra okkur það.
íþessari VERU er efast um hugmyndir um ofbeldi.
Mörgum kann að þykja að kynferðislegt ofbeldi á konu
sé vandamál einstaklinga, ekki alls samfélagsins. En
með því að varpa Ijósi á þau viðhorf og þær goðsögur,
sem uppi eru, þykjumst við sannfærðar um að hvort
tveggja byggist á fordómum og viðteknum hugmyndum
um bæði kynin, sem verði að taka til endurskoðunar.
Fyrr verður ekki hægt að tala um samfélag frjálsra ein-
staklinga.
VERA
2/1982 NÓVEMBER
Útgefandi:
Kvennaframboðið
í Reykjavík, Hótel Vík
sími 21500
Ritnefnd:
Bryndís Guðmundsdóttir
Elísabet Guðbjörnsdóttir
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
Hrefna Haraldsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Magdalena Schram
Auk þeirra unnu að blaðinu:
Anna Th. Rögnvaldsdóttir
Elín V. Ólafsdóttir
Jóhanna V. Þórhallsdóttir
Margrét Þóra Guðmundsdóttir
Rut Hallgrímsdóttir
Ina Salome Hallgrímsdóttir
Sólveig Aðalsteinsdóttir
Forsíðuna unnu þær Rut og
Brynhildur
Auglýsingar og dreifingu annast
Guðrún Alfreðsdóttir
Setning, umbrot og prentun:
Prentsmiðjan Hólar h. f.
Ábyrgðarmaður:
Elísabet Guðbjörnsdóttir
ATH.: Greinar í VERU eru birtar
á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki
endilega stefna ritnefndar eða
Kvennaframboðsins í Reykjavík.
Stór spurning
Kœra Vera og Kvennaframboðið!
Mig langar til að bera upp við þig
stóra spurningu. Hún er þessi: Var
rétt að fara út í þetta allt saman, þ. e.
framboðið? Hafa fulltrúar okkar í
borgarstjórn tekið öðruvísi á málum
en fulltrúar stjórnmálaflokkanna?
E. t. v. er of snemmt að spyrja
svona, en í hverju felst munurinn á
okkur og hinum, þegar út í daglegu
baráttuna er komið???
K. S.
Kæra K. S.
Pakka þér bréfið. Þetta er stór
spurning! Henni er ekki fljótsvarað
en þó getum við sagt að engin kona
hér á Hótel Vík hefur nokkru sinni
heyrst segja að framboðið hafi ekki
verið þess virði að leggja út í. Þvert
á móti. Um fulltrúa okkar í borgar-
stjórn verður fólk sjálft að dæma.
Fréttir af störfum þeirra þar fara nú
ckki hátt í flokksblöðunum eins og
þú hefur e. t. v. tekið eftir, en Vera
mun reyna að koma þeim til skila á
borgarmálasíðunum. í þessu tölu-
blaði er einmitt að finna frásögu af
meðferð þriggja mála hjá borgar-
ráði og borgarstjórn og sú saga er
e. t. v. besta svarið sem við getum
gcfið þér og öðrum, sem velta þessu
fyrir sér.
Með kœrri kveðju,
ritnefndin.
Sími: 21500 og það er opiö á niilli kl. 14-18.
VERA
„Bréf“
Hótel Vík
Keykjavík