Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 24

Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 24
borgaryfirvöld eins og staöir húöarjálkar jafnaði vera minnst 10% af gólffleti..Þetta má túlka þannig ef um er að ræða vinnu við dagsbirtu og ekki raf- magnsljós, þ. e. að ef um raflýsingu er að ræða, skipti stærð glugga ekki máli. Þetta er greinilega sú túlkun, sem Vinnu- eftirlitið hefur notað. Reglugerðir hundsaðar eða túlkaðar atvinnurekanda í hag Túlkun fulltrúa Kvennaframboðsins er ekki sammála Vinnueftirlitinu. Til að gera langa sögu stutta, lítur málið þannig út: Vinnueftirlit ríkisins túikar reglugerð, sem ætlað er að vernda hagsmuni vinnandi fólks atvinnurekendum í hag. Og til að bæta um betur, hundsar byggingarnefnd borgarinnar reglugerðina, sem nefndin á að fara eftir og samþykkir að nokkrir tugir saumakvenna og starfsfólks við kjötvinnslu vinni í niðurgröfnum kjallara. Fulltrúar þeirra stjórnmála- tlokka, sem telja sig málsvara verkafólks sérstaklega, gefa þegjandi samþykki sitt á þess konar ráðstöfun. Borgarstjórn samþykkir líka Fundargerð byggingarnefndar og samþykki hennar fyrir byggingu húsnæðisins kom fyrir borgarstjórnarfund þ. 21. október. Annar tveggja fulltrúa okkar þar, Sólrún Gísla- dóttir, bar þá upp tillögu um að samþykkinu yrði frestað, þar eð Kvennaframboðsfulltrúarnir í bygginganefnd (Guðný Gerður og Sigrún Pálsdóttir) hefðu áfrýjað úr- skurði Vinnueftirlitsins til stjórnar þess. Þessi tillaga fékk einungis stuðning minnihlutans og náði því ekki fram að ganga (Sjálfstæðismenn felldu hana með hjásetu sinni). Pá bar Sólrún upp varatillögu þess efnis að hafnað verði bygg- ingu húsnæðisins. Sú tillaga fékk 10 atkvæði og því ekki meirihlutastuðning, en fékk að þessu sinni með-atkvæði Margrétar Einarsdóttur úr Sjálfstæðisflokki. Þegar VERA fer í prcntun stendur málið þannig að borgaryfirvöld hafa samþykkt byggingu vinnustaðar í niðurgröfnum kjallara en áfrýjun fulltrúa Kvennaframboðs hefur ekki enn fengið um- fjöllun Vinnueftirlitsins. Þess má geta að Guðmundur Þ Jónsson, varaformaöur Iðju, verkalýðsfélags þeirra kvenna, sem eiga eftir að vinna í Hagkaupskjallaranum situr í borg- arstjórn fyrir Alþýðubandalagið. Honum var því fullkunn- ugt um hvers konar aðstöðu stendur til að grafa fyrir Iðju- konur en sá þó aldrei ástæðu til að hreyfa þeirra hlut í málinu. Einhvern veginn hefði verið eðlilegra, ef hagsmuna- samtök saumakvennanna hefði frumkvæði að því að áfrýja áliti Vinnueftirlitsins. En svo allrar sanngirni sé gætt, skal þess þó þó getið að Guðmundur lagði fram í borgarstjórn tillögu þess efnis að ekki yrðu veitt sambærileg byggingarleyfi meðan væri verið að endurskoða reglugerð um húsnæði vinnustaða. Að lokum vill VERA vitna í grein Sólrúnar, sem birtist í Þjóðviljanum þ. 15. okt. s. 1., en þar reyndi hún að vekja athygli ,,verkaIýðsforingja“ á málstað verkalýðsins: ,, Við byggingu Verkamunnabúslaða upp úr kreppu, hús- nœðisleysi og allsleysi, var m. a. mörkuð sú stefna að útrýma kjöllurum sem íbúðarhúsnœði og þótti það tímabær stór- hugur í þá daga. Nœr hálfri öld síðar standa borgaryfirvöld enn í sömu sporum eins og staðir húðarjálkar og hafa ekki rœnu á að láta sér til hugar koma, að nú sé kannski kominn tími til að reyna að útrýma atvinnuhúsnœði í kjöllurum.“ Ms £24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.