Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 27
í HVAÐA VAGNI ?
s
Smásaga eftir Astu Sigurðardóttur
Sumt fólk er til með að ónotast í manni, þó að maður hafi hreint
alls ekkert gert því, heldur bara verið að horfa á barnavagnana þess
og reyna að kíkja inn í þá sem allra snöggvast.
Því finnst víst undarlegt, hvað maður getur verið að snuðra í
kringum hluti sem manni komaekkert við.
Það er svosem satt, — manni kemur það kannski ekki beinlínis
við, — sjálfur hefur maður aldrei átt vagn og nú á maður engan
krakka lengur.
En það er sama, maður getur ekki stillt sig um að forvitnast í
barnavagnana, þegar þeir eru svona allt í kringum mann, hvað sem
eigendurnir hugsa eðagera. Ogmanni kemurþað líka dálítið við.—
Undarlegt hvaö barnavagnar cru ólíkir, — þótt til sé allur þessi
sægur af þeim. Það sér maður bezt, þegar maöur laumast í kringum
þá og grandskoðar allan útbúnaðinn og hlustar eftir hvcrju hljóði
áfjáðum eyrum, eins og lítill strákur, sem skoðar sigurverk.
Sumir eru bráðfallegir og svo ægilega sætir á litinn, — skyggnið úr
lillarauðu gabardíni og vagninn sjálfur gljálakkaður, svo hægt er að
spegla sig í honum. Og hvít gúmmídekk á hjólum, svo rnjúk, að
ekkert heyrist, þegar maður keyrir. Svo er brcmsa inn á milli hjól-
anna, — það þarf ekki annað en koma við hana með tánni. þá
stanzar vagninn af sjálfu sér í miðri brckku — og hjólin eru svo há,
að maður þarf næstum ekkert að beygja sig til að líta á krakkann. —
Þarna kúrir hann í heitum dúnsængunum einsog ungi í hreiðri,—
litla andlitið gægist út á milli snjóhvítra blúndusvæflanna með undr-
unarsvip í augunum.
Fallegur mjólkurpeli með mælistrikum og nýtízku túttu hallast
upp í eitt hornið. Maður finnur daufan ilm af barnapúðri og mjólk
og hjartað tekur til að líta á krakkann. —
Þarna kúrir hann í heitum dúnsængunum einsog ungi í hreiðri,—
litla andlitið gægist út á milli snjóhvítra blúndusvæflanna með undr-
unarsvip í augunum.
Fallegur mjólkurpeli með mælistrikum og nýtízku túttu hallast
upp í eitt hornið. Maður finnur daufan ilm af barnapúðri og mjólk
og hjartað tekur til að hamast.
Þó er þetta bláókunnugur krakki. —
Svona eru fínu vagnarnir, hreinustu listaverk. Allt er á sínum
stað, tandurhreinar bleyjur samanbrotnar til fóta og lítil, falleg
hringla hangir í bandi niður úr skyggninu. Allt er fyrirfram ákveðið,
hver hlutur fellur viö annan í dásamlega heild, — allt er í lagi,
krakkinn og vagninn.
— Guð hvað maður öfundar konuna!
Svo eru líka til ljótir vagnar. Þeir eru ólánlegir í laginu, eins og
þeim hafi verið klambrað upp af tilviljun, fyrir illa nauðsyn, úr því
efni, sem hendi var næst.
Körfu, sem upphaflega var ætluð undir þvott, er kannski tildrað
ofan á hlaupahjól eöa hjólaskauta, með miður smiðslegu hand-
bragði. Beinagrind úr ónýtri regnhlíf er tjaslað yfir í staðinn fyrir
skyggni, og þar ofan á er njörvað ljósri vaxdúksbót, — afganginum
al' eldhúsborðinu, — og skósverta borin á allt saman.
Maður verður að beygja sig tvöfaldan til að sjá krakkann, því að
hjólin eru svo lág. Rúmfötin eru úr skræpóttu sirzi, koddaverið
kannski úr öðru efni en sængurverið, og — þarna liggur barnshöfuð
á koddanum — indæll krakki, þó að allt sé í óreiöu.
Pelinn hans er gamalt meðalaglas, og miðinn hefur veriö klóraður
af að nokkru Ieyti, svo maður getur séð, að mjólkin er oröin hlaupin.
Nokkrir bögglar liggja ofan á til fóta, mórauður bréfpoki á hlið-
inni og fáeinar kartöflur hafa oltið úr.
Það Ieggur ofurlitla súrlykt uppúr vagninum og stundum þægileg-
an, sætbeiskan þef, þegar krakkinn hefur pissað á sig.
Maður fær fiðring f fingurgómana, en þorir ekki að snerta á neinu,
heldur beygir sig niður til að sjá betur og vonar, að enginn komi.
En það er sama livort vagninn er fallegur eða ljótur, — alltaf þarf
mamman að koma, einmitt þegar verst gegnir, renna til manns
grunsemdaraugum og tauta eitthvað, sem tæpast hcyrist. Og maður
flýtir sér burtu, og er skömmustulegur á svipinn og með sting í
hjartanu og sáröíundar þessa konu líka!
Þó á maður ekkert í þessum krakka. Maður er að gera það sem
ekki má. —
Svo leggja konurnar af stað með vagnana og maður horfir á eftir
þeim álengdar, spennir greipar og heldur niðri í sér andanum.
Fínu frúrnar snerta bremsuna með tánni og vagninn rennur af
stað, mjúkt og hljóðlaust, eins og töfrarckkja í ævintýri.
En hvað barnið hlýtur að dreyma vel!
Mömmurnar brosa annars hugar út í loftið og.pabbarnir skokka
við hliðina á þeirn og hjálpa þeim til að keyra, þegar vagninn togar í
niður bratta eða þráast við uppímóti. Þau eru farsældarleg í framan,
og ánægð með sig, því allt er t'yrirfram grundað. Frúin veit, hvað hún
ætlar að kaupa og hvar hún ætlar að verzla, og það veröur afgangur
af peningunum-------og meðan hún skreppur inn, stendur eigin-
maðurinn úti og heldur í vagninn, þótt hann sé í bremsu og alveg
grafkyrr.
Og hann ber höndina upp að hattbarðinu, ef kunningjar ganga
framhjá, og ef frúrnar eru með þeim, tekur hann í hattbaröið mcð
þumalfingri og vísifingri. Þetta er smart hreyfing og sívíliseruð
kveðja og hann finnur til sín í laumi.
Þeir verða allir á svipinn eins og stúdentar, sem eru úti á götu með
háskólahúfurnar í fyrsta skipti, — reyna að láta sem þetta sé sjálf-
sagt og ekkert merkilegt.
En frúrnar kunningjanna senda pabbanum glettnislegt, jafnvel
ástleitið blikk, kíkja svo inn í vagninn, allsendis ófeimnar og segja
einhverja dómadagsvitleysu við krakkann:
— Go, gva ’ann e dætur, elgan lilla! eða eitthvað álíka gáfulegt.
Og ntaður verður bara vondur út í þær með sjálfum sér og blóðið
stígur manni til höfuðs af spenningi, því mann langar sjálfan til að
kíkja undir skyggnið og segja þetta sama.
En maður kemur sér ekki að því, — þær cru svo fínar og frúar-
legar, en maður er bara stelpugægsni, berhöfðaður eins og hver
annar rollingur og ekki einu sinni í alminlegri dragt. —
Nei, maður verður að láta sér nægja að stelast og læðast, eins og
viðvaningsþjófur kringum læsta fjárhirzlu. Og þegar manni hefur
ekki tekizt að sjá nema blánefið um leið og maður skauzt hjá, — ja,
þá huggar maður sig við að þetta hafi ekki vcrið krakkinn rnanns, —
hann hafi ekki svona nef.----
Þá er þó miklu skárra að eiga við ljótu vagnana. Konurnar, sem
keyra þá eru oftast einar, og það er aldrei þessi þvaga í kringum þá
að hnýsast í krakkann. —
Það hlýtur að vera hreinasta raun að fara niður í bæ með þess-
háttar vagn, því fólkið glápir svo á þreyttu, horuðu konuna, sem er
með hann, og svo setur þaö upp þennan undarlega svip, — þessar
tvíræðu viprur í munnvikjunum.