Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 33

Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 33
Föstudaginn 15. október gekkst kristilegt stúdentafélag fyrir fundi í Norræna húsinu þar sem fjallað var um fóstureyðingar. Dúkkubörn Fundurinn hófst á því að sýnd var 50 mín. löng kvikmynd „The Abortion of the Human Race“ sem er sú fyrsta í fimm mynda flokki sem Að heitir „What ever Happened to the Human Race?“ og eru höfundar myndarinnar Koop, læknir í Fílada- elfíu, og Schaeffer, guðfræðingur og heimspekingur búsettur í Sviss. Myndin fjallaði um fóstureyðingar á mjög einhliða hátt þar sem fóstur- eyðingum var líkt við morð og allt laut að því að fordæma þær konur sem þurfa að gangast undir slíka aðgerð. Þetta var m. a. gert með orðalagi; þegar lýst var skröpun var talað um að „barnið væri skorið í stykki“ og aðrar lýsingar voru í sama dúr. Á mcðan var sýnd mynd af óteljandi fjölda af dúkkum sem flutu um í íshröngli og grænu vatni. Áhorfendum var síöan sagt að þeir heföu séð 1000 dúkkur, þennan fjölda skyldu þeir margfalda meö þessu og hinu og útkoman væri fjöldi þeirra barna sem fóstureyð- ingar hefðu fjarlægt síðustu ár, en samlíking dúkkuhópsins á ísjökum og ungbarna var vægast sagt óhugguleg. Guðfræðingurinn sagði í myndinni að með fóstureyðingum væru menn að taka sér vald guðs, og að l'yrst menn leyfðu fóstureyðingar væri hægt að álykta að næst myndu þeir leyfa útrýmingu aldraðra, sjúkra og fátækra. Ekki er hægt að rckja hérefni myndarinnar, en kær- leikur, sannleiksást og umburðar- lyndi sem kristnir vilja kenna sig við, það var einskis virt, eða eins og Hildur Jónsdóttir sagði við hina kristnu stúdenta þá er myndin ruddaleg árás á konur, hræsnisfull og byggð á fáfræði og grimmd. Mörk lífs og dauöa ... Eftir sýningu myndarinnar var gert hlé svo menn gætu jafnað sig og skipst á skoðunum. Síðan var fram haldið, og héldu frummælendur fjórir fyrst stutt framsöguerindi en gengu síðan til pallborösuinræðna. Fyrstur talaði Auðólfur Gunn- arsson læknir, og fjallaði hann aðal- lega um líffræðileg atriði, þroska- ferli fósturs o.fl. Hann ræddi einnig þann vanda sem nú er á að skil- greina mörk lífs og dauða, vegna Af fundi um fóstureyðingar: hafa vit fyrir konum stöðugrar þróunar í læknavísind- um. Auðólfur sagði það sína skoð- un að konur ættu að hafa fullan sjálfsákvörðunarrétt til fóstureyð- ingar, á fyrstu tólf vikum með- göngu, enda væri enginn þess um- kominn að meta aðstæður konu betur en hún sjálf. Sagði Auðólfur að fyrst eftir 12 vikur l'æri að mynd- ast vísir að svörun miðtaugakerfis í fóstri og taldi eðlilegt að miða við það, þar sem nú væri miðað við dauöa miðtaugakerfis í manni sem úrskurðaður væri látinn, þó svo að hjarta- og lungnastarfsemi væri unnt að halda gangandi með vélunr. Læknirinn vísaði einnig á bug þeim staðhæfingum að líf kviknaði við getnað, þar sem líf væri þegar fyrir hendi í eggfrumu og sáðfrumu hvorri urn sig, en við samruna þeirra yrðu til skilyrði til frumuskiptingar sem gæti leitt til myndunar fósturs, en þyrfti ekki að gera það. Innlegg Auðólfs í umræðuna var málefna- legt og mjög fróðlegt. Næst talaði Hildur Jónsdóttir, skrifstofumaður, og er ræða hennar birt með þessum pistli. Að hafa vit fyrir konum Siguröur Pálsson, námsstjóri í kristnum fræðum, talaði næstur. Hann velti fyrir sér hvert væri gildi mannlegs lífs að kristnum skilningi, hvort fóstur væri mannlegt líf og hvort auðvelt líf væri meira virði en annað líf. Ekki var öllum ljóst hvert námsstjórinn var að fara, en niður- staða hans varð sú að fóstureyðing- ar stríddu gegn kristnum skilningi mannlegs lífs og því væri hann á móti þeim. í umræðunum vildi hann einnig halda sig við slíkar heimspekilegar vangaveltur og svaraði spurningu Hildar um af- stöðu hans til lykkjunnar á þann veg, að ef lykkjan framkallaði fóst- ureyðingu þá hlyti hann að vera á móti henni líka. Síðastur talaði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður. Rakti hann þær breytingar sem urðu á fóstureyðingarlöggjöfinni 1975, þá aukningu sem orðið hefði á fóstur- eyðingum heimiluðum vegna fé- lagslegra ástæðna og lýsti þeirri skoðun sinni að þeim ætti að mæta með félagslegum aðgerðum. Taldi Þorvaldur upp fjölmörg frumvörp sín um það efni, sem fylgt hefðu frumvörpum hans um þrengingu fóstureyðingarlöggjafarinnar í fyrra horf. Engin þessara frumvarpa hans hafa þó náð fram að ganga til þessa,

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.