Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 11

Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 11
Ljósm. Anna reglan búin að staðfesta í hans eigin eyrum að þetta væri blá saklaust athæfi. Nokkru seinna skrifuðu tvær stelpur um það að þessi maður hefði gert tilraun til að kippa þeim inn í bíl til sín." — Nú kemur í Ijós að strákar verða einnig J'yrir barðinu á þessum karlmönnum. „Já, það er alveg rétt þótt í miklu minna mæli sé. Ég held að strákarn- ir kæri líka frekar." „Fyrir skömmu hélt Gunnlaugur Þórðarson mjög gott erindi í út- varpinu þar sem hann benti á, að í Danmörku væri þessum mönnum gefinn kostur á að láta taka sig úr sambandi, enda hefur komið í Ijós að mennirnir gjörbreytast við það. Þessir menn eru með kynferðislega ofbeldishneigð og það hefur sýnt sig að þeir sækjast ekki í annars konar ofbeldi í staðinn, séu þeir teknir úr sambandi. Nú er svo kom- iö í Danmörku, að sumir þessara manna eru sjálfir farnir að leita til lækna til að láta gera þessa aögcrð á sér. I'aö er mín skoðun, að þetta eigi að vera lágmarks refsing hjá þeim mönnum sem staönir eru að nauðg- 44 un aftur og aftur. Þaö er engin lausn að loka þá inni í skamman tíma eins og nú er gert, því þeir halda fyrr- teknum hætti áfram um leið og þeir sleppa út. Við verðum að athuga að það eru ekki margir menn sem staðnir eru aö þessari tegund ofbeldis, en þeir geta hins vegar valdið mörgum stór- um slysum." — Geta konur gert einhverjar ráðstafanir? „Konur þurfa að ræða þcssi mál miklu meira, hvort sem þær hafa lent í nauðgun eða ekki. Ég held að það sé forsendan fyrir því að eitt- hvað fari að gerast. Þá þurfa mæður að hafa meiri samvinnu um að sporna gegn þessu, jafnvel að stofna nteð sér samtök. Ég er viss um að slíkt hefði mikið að segja. Það verð- ur að opna þessa umræðu miklu meira en nú er.“ — Telurþú að umrœðan sem ver- ið hefur undanfarið um nauðganir og ofbeldi gagnvart konum hafi haft áhrif? „Já, alveg tvímælalaust. Stelpur eru orðnar hræddari við að húkka sér bíl og foreldrar eru í auknum mæli farnir að láta þær fá peninga fyrir leigubíl til að komast með hpim. Það finnst mér ávinningur út af fyrir sig. Ég lána stelpum sem koma til mín oft peninga fyrir leigubíl. Stundum fæ ég þá aftur, stundum ekki. Mér finnst það ekki skipta öllu máli. Ég er alltaf jafn sannfærð um að ég hafi gert rétt, því stelpurn- ar þurfa þá a.m.k. ekki að húkka sér bíl á meðan." Strætisvagnar hætta að ganga of snemma „Svo eru það strætisvagnarnir. Þeir hætta að ganga allt of snemma um helgar. Mér finnst lágmark að þeir gangi til kl. 03. Ef svo væri þá þyrftu töluvert færri stelpur að húkka sér bíl til að komast heim til sín á nóttunni." — Að lokum sagði Laufey: „Guðrún Jónsdóttir vakti fyrir skömmu athygli á þessum nauðg- unum á fundi hjá félagsmálaráði og var það vel. Það er mikið atriði að Kvennaframboðiö fylgi þessu máli vel eftir, eins og öðrum mikilvægum málum sem Kvennaframboðið tek- ur upp.“ glr. 11 Það þarf einfaldlega að taka þá úr sambandi — Hvað á að gera við þá karl- menn sem rátðasl á konur og börn og nauðga þeim? er rétt..

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.